fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

552. fundur SSS 13. janúar 2006

Árið 2006, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 13. janúar kl. 08.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Böðvar Jónsson, Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj.  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 3/1 ´06. Lögð fram og samþykkt.

2. Bréf (afrit) dags. 23/12 ´05 frá Sveitarfélaginu Garði varðandi bréf SFSB frá 23/12 ´05. Stjórnin bendir á að launráðstefna fer fram 20. janúar og einnig að launanefnd fer með samningsumboð fyrir sveitarfélögin og því er eðlilegt að vísa ósk um kjaraviðræður til  launanefndar

3. Launamálaráðstefna Launanefndar sveitarfélaga haldinn 20. janúar 2006. Formaður og framkvæmdastjóri munu sitja launamálaráðstefnuna fyrir SSS.

4. Bréf dags. 28/12 ´05 frá Sandgerðisbæ, varðandi samningsumboð til launanefndar sveitarfélaga. Vísað til 2.liðar í fundargerðinni.

5. Bréf sveitarstjórna varðandi fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana 2006:
a)  Bréf dags. 27/12 ´05 frá Reykjanesbæ.
  b) Bréf dags. 9/11 ´05 frá Grindavíkurbæ.
  c) Bréf dags. 3/11 ´05 frá Sandgerðisbæ.
  d) Bréf dags. 8/12 ´05 frá Sveitarfélaginu Garði.
e) Bréf dags. 2/11 ´05 frá Vatnsleysustrandarhreppi.
Hér með hafa öll sveitarfélögin á Suðurnesjum samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2006 og hafa fjárhagsáætlanirnar því  tekið gildi.

6. Bréf dags. 23/12 ´05 frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu varðandi Dýraspítala Watsons. Stjórn SSS styður áform um að leggja niður sjálfseignarfélag Dýraspítala Watsons.   Stjórnin telur að eigi að fara eftir  skipulagsskrá sjálfseignarfélagsins sbr 13. gr.  sem segir “skulu eignir þess renna til þess ráðuneytis er hefur yfirsjón með dýravernd og skal þá ráðstafa þeim í anda gjafabréfsins”.

7. Bréf dags. í janúar 2006 frá Pálínu Gísladóttur þar sem hún þakkar stjórninni samstarfið en Pálína lét af störfum um áramót eftir 25 ára starf.  Stjórnin þakkar Pálínu traust og gott samstarf og óskar henni velfarnaðar.

8. Skipulagsbreytingar á skrifstofu SSS (framhald frá síðasta fundi.) Rætt var um skipulagsbreytingarnar í framhaldi af starfslokum Pálínu. Ákveðið að skoða málið frekar og taka upp á næsta fundi.

9.      Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóri lagði fram stofnskrá um Reykjanesfólkvang vegna umræðu á síðasta fundi.

Stjórn SSS sendir íbúum Voga hamingjuóskir í tilefni þess að Vatnsleysustrandarhreppur er orðinn Sveitarfélagið Vogar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.00