fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

551. fundur SSS 20. desember 2005

Árið 2005, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 20. desember  kl. 08.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Böðvar Jónsson, Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson,  Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj.  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1.  Stjórnin skiptir með sér verkum.
formaður:   Jón Gunnarsson
varaformaður:  Böðvar Jónsson
ritari:    Sigurður Jónsson

2.  Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 6/12 ´05. Lögð fram og samþykkt.

3.  Fundargerð aðalfundar SSS frá 19/11 ´05. Fundargerðin samþykkt með  breytingum.

4.  Bréf dags. frá 21/11 ´05 frá Snorraverkefninu, varðandi stuðning við  Snorraverkefni sumarið 2006. Erindið var jafnframt sent sveitarfélögunum  sem taka afstöðu hvert fyrir sig, SSS vísar því til þeirrar afgreiðslu.

5.  Bréf (tölvupóstur) 22/11 ´05 frá Kristjáni Pálssyni með ósk um styrk fyrir  landsráðstefnu sagn-og þjóðfræðinga.  Stjórnin getur ekki orðið við   erindinu.

6.  Bréf dags. 8/12 ´05 frá Samgönguráðuneytinu. Lagt fram.

7.  Bréf dags. 13/12 ´05 frá sveitarfélaginu Garði. Stjórnin tekur undir erindi  bréfsins.

8.  Bréf dags. (afrit) 13/12 ´05 frá Sýslumanninum í Keflavík varðandi  bráðabirgðaleyfi til aksturs torfæruhjóla.  Lagt fram.

9.  Bréf dags. 15/11 ´05 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til  þingsályktunar um grunngögn um náttúru landsins og nátttúrfarskort.
  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

10.    Bréf dags. 15/11 ´05 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga   um hollustuhætti og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum.
  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11.    Bréf dags. 15/11 ´05 frá Sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt tillögu til    þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og     fiskvinnslu.
  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

12. Bréf dags. 16/11 ´05 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Póst og fjarskiptastofnun, afnám úrskurðarnefndar.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

13. Bréf dags. 17/11 ´05 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um vegagerð um Stórasand.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

14. Bréf dags. 21/11 ´05 frá Sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi tillaga um stjórn fiskveiða, veiðiréttur.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

15. Bréf dags. 21/11 ´05 frá Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tekjuskatt og eignarskatt, ferðakostnað. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

16. Bréf dags. 24/11 ´05 frá Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um olíugjald og kílómetragjald, ný gjaldskrá. Frumvarpið er orðið að lögum.

17. Bréf dags. 24/11 frá Utanríkisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um öryggi og varnir Íslands. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar. Jón Gunnarsson tók ekki þátt í afgreiðslunni.

18. Bréf dags. 7/12 ´05 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um umhverfismat áætlana.
 Stjórnin samþykkir eftirfarandi bókun : Frumvarpið gerir ráð fyrir auknum   skuldbindingum sveitarfélaga og stórlega auknu ferli t.d. við gerð aðal- og    deiliskipulags. Ljóst er að bæði verður dregið úr skilvirkni stjórnsýslunnar    og auknum kostnaði verður velt yfir á sveitarfélög sem ekki fá þann    kostnað bættan að nokkru leyti. Stjórnin leggst því gegn frumvarpinu.
 

19. Starfsmannahald á skrifstofu SSS. Guðjón kynnti hugmyndir að skipulagsbreytingum á skrifstofu, formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

20. Sameiginleg mál.

  Rætt um  húsnæðismál BS.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40.