fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

557. fundur SSS 28. apríl 2006

Árið 2006, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 28. apríl kl. 08.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Böðvar Jónsson,  Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarnsdóttir ritari.

Dagskrá

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 28/3 ´06. Lögð fram.

2. Bréf dags. 24/4 ´06 frá Sveitarfélaginu Garði. Lagt fram.

3. Bréf dags. 29/3 ´06 frá Sveitarfélaginu Vogum  þar sem kemur ma. fram að bæjarstjóri er tilnefndur í landaskilanefnd. Lagt fram.

4. Afrit af bréfi dags. 31/3 ´06 frá Sjálfseignarfélaginu dýraspítala Watsons. Lagt fram.

5. Bréf dags. 6/4 ´06 frá SSH varðandi  nefnd sem fari yfir skipulag og stöðu Reykjanesfólkvangs. Stjórn SSS telur eðlilegt að við vinnu sem þessa sé litið til stærra svæðis, svo sem önnur útivistarsvæði í landnámi Ingólfs.

6. Bréf dags. 9/4 ´06 frá Landbúnaðarstofnun varðandi beitarhólf fyrir sauðfé í Landnámi Ingólfs. Lagt fram.

7. Afrit af bréfi dags. 10/4 ´06 frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Lagt fram

8. Bréf dags. 5/4 ´06 frá Félagsmálalnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um mat á fasteignum og álagningarstofn fasteignaskatts, 41. mál. Lagt fram.

9. Bréf dags. 6/4 ´06 frá Iðnaðarnefnd Alþingis  ásamt frumvarpi til laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, 614. mál styrkir til hitaveitna.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 12/4 ´06 frá Allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Landhelgisgæslu Íslands, 694. mál, heildarlög.  Lagt fram.

11. Bréf dags. 12/4 ´06 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um landmælingar og grunnkortagerð, 668. mál, heildarlög. Lagt fram.

12. Bréf dags. 12/4 ´06 frá Iðnaðarnefnd Alþings ásamt frumvarpi til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, 731. mál, heildarlög, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Lagt fram.

13. Bréf dags. 25/4 ´06 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Náttúruminjasafn Íslands, 688. mál, heildarlög.    Lagt fram.

14. Samningur við Byggðastofnun um atvinnu og byggðaþróun. Stjórn SSS  staðfesti samninginn.

15. Ráðning starfsmanns(fjármálastjóra/atvinnuráðgjafa).   Framkvæmdastjóri kynnti umsækjendur og vinnuferil, framkvæmdastjóra falið að ganga frá ráðningu starfsmanns.

16. Málefni Keflavíkurflugvallar  – staða mála og samráð. Upplýst var að búið er að skipa í samráðshóp og kemur hann saman nk. miðvikudag.

17. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Leitað var afbrigða og tekin á dagskrá fundargerð Fjárhagsnefndar SSS dags. 27/4 ´06. Lögð fram og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  9.10