fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

556. fundur SSS 30. mars 2006

Árið 2006, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 30. mars kl. 17.00.

Mættir eru:  Jón Gunnarsson, Böðvar Jónsson,  Sigurður Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.

Dagskrá

1. Ársreikningur SSS 2005. Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninginn og var hann samþykktur samhljóða og undirritaður.

2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 7/3 ´06. Lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 2/3 ´06 frá Landgræðslu ríkisins. (Bændur græða landið). Lagt fram.

4. Bréf dags. 10/3 ´06 frá SSA. Aðalfundarboð, lagt fram.

5. Bréf dags. 20/3 ´06  frá Sandgerðisbæ, varðandi samdrátt á flugvallarsvæðinu. Áður kynnt á stjórnarfundi og vísað til boðaðs samráðshóps sveitarfélaga og ríkisins.

6. Bréf dags. 20/3 ´06 frá Sjálfseignarfélaginu dýraspítala Watsons. Lagt fram.

7. Bréf dags. 21/3 ´06 frá Suðurflugi ehf. Vísað til atvinnuráðs SSS.

8. Bréf dags. 22/3 ´06 frá umhverfisráðuneytinu, varðandi dag umhverfisins 25. apríl sem er tileinkaður endurnýtingu. Vísað til stjórnar SS.

9. Bréf dags. 23/3 ´06 frá Sveitarfélaginu Garði. Húsnæðismál BS. Lagt fram.

10. Bréf dags. 23/3 ´06 frá Sveitarfélaginu Garði. (Flugvallarsvæði)

11. Bréf dags. 23/3 ´06 frá Bændasamtökum Íslands, varðandi ályktun búnaðarþings um jöfnuð til náms. Lagt fram.

12.  Bréf dags. 2/3 ´06 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um Djúpborun á Íslandi, 61. mál. Lagt fram.

13. Bréf dags. 7/3 ´06 frá Félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna, 75. mál. aðstoð í kjörklefa. Lagt fram og kynnt.

14.  Bréf dags. 9/3 ´06 frá Allsherjarnefnd Alþingis áamt frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis, 73 mál, aðstoð í kjörklefa. Lagt fram og kynnt.

15.  Bréf dags. 16/3 ´06 frá Utanríkismálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um samstarf Vestur-Norðurlanda um baráttu fyrir sjálfbærri nýtingu náttúruauðæfa, 543. mál.  Lagt fram og kynnt.

16.  Bréf dags. 16/3 ´06 frá Utanríkismálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um samstarf til að styrkja rannsóknir á hvalastofninum í Norður-Atlantshafi, 542. mál. Lagt fram og kynnt.

17.  Bréf dags. 21/3 ´06 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um samgönguminjar, 239. mál.  Lagt fram og kynnt.

18.  Bréf dags. 21/3 ´06 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu héraðsvega, 310. mál. Lagt fram og kynnt.

19.  Fundur með iðnaðarnefnd Alþingis 24/3 ´06 um þingsályktunartillögu. um stefnu í byggðamálum. HG/SJ/GG sögðu frá fundinum.

20. Kjaramál í samreknum stofnunum ( í framhaldi af ákvörðun Launanefndar frá því í jan. s.l.) Lagt fram bréf frá Garðvangi. Stjórn SSS telur eðlilegt að sameiginlega reknar stofnanir nýti heimildir launanefndar  til hækkunar þeirrra lægstlaunuðu með sama hætti og sveitarfélögin hafa gert. Jafnframt tekur stjórnin undir að nauðsynlegt sé að fá aukin kostnað viðurkenndan frá heilbrigðis og fármálaráðuneyti varðandi Garðvang og Hlévang. Stjórnin felur fjárhagsnefnd að leggja mat á kostnaðinn og leggja fyrir stjórn SSS.

21. Sameiginleg mál. Rætt um viðhald og gæslu beitarhólfa í Landnámi Ingólfs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.