fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

583. fundur SSS 8. febrúar 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
8. febrúar  kl. 08.15 að Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir,  Birgir Örn Ólafsson, Garðar K. Vilhjálmsson,  Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M Einarsdóttir ritari.

Fulltrúar Sandgerðisbæjar og Grindavíkurbæjar boðuðu forföll.
 

Dagskrá:

1. Hugmyndir um framhaldsskóla á Vallarheiði.  Hjálmar Árnason kom á fundinn og kynnti hugmyndir Keilis um fyrirhugað námsframboð á framhaldsskólastigi.

2. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja 1987 – 2007.  Stefán Thors, skipulagsstjóri kom á fundinn og ræddi um vinnu við svæðisskipulag.  Stjórn SSS leggur til að hafin verði vinna við svæðisskipulag Suðurnesja. Stjórnin óskar eftir tilnefningum frá sveitastjórnunum, tilnefndir verði 2 fulltrúar frá hverju sveitarfélagi.

3. Málefni H.S. og undirskriftarlistar um eignarhald á HS.

Stjórn SSS hefur á fundum sínum fjallað um áskorun til sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum  um að leita leiða til að tryggja að orkuöflun og dreifing á rafmagni og  heitu vatni verði í meirihlutaeigu sveitarfélaganna.

Stjórn SSS vill vekja athygli á að Hitaveita Suðurnesja hf. er hlutafélag og lýtur því lögum nr. 2/1995 um hlutafélög. 

Hitaveita Suðurnesja hf. er  að meirihluta í eigu sveitarfélaga og/eða fyrirtækja þeirra og telur stjórn SSS að ef tryggja eigi að orkuöflun og dreifing á rafmagni og heitu vatni sé í meirihlutaeigu sveitarfélaganna til frambúðar, verði það aðeins gert með löggjöf frá Alþingi.

4. Fjárhagsáætlanir  sameiginlega rekinna stofnana árið 2008.  Afgreiðslur sveitarstjórna.

a)  Bréf dags. 20/12 ´07 frá Reykjanesbæ
b)  Bréf dags. 13/12 ´07 frá Grindavíkurbæ
c)  Bréf dags. 05/02 ´08 frá Sv. Garði
d)  Bréf dags. 05/02 ´08 frá Sandgerðisbæ
e)  Bréf dags. 05/02 ´08 frá Sv. Vogum

Sveitarfélögin hafa öll samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir 2008  en Reykjanesbær bókaði eftirfarandi:
“Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar og sameiginlega rekinna stofnana 2008, að undanskyldri heimild til lántöku vegna stofnfjár Kölku, samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans.  Minni hlutinn situr hjá.
Lagt var til að vísa lántöku vegn stofnfé til viðbótar rekstrargjöldum í Kölku til bæjarráðs og var tillagan samþykkt 11-0”.

5. Samningur um uppbyggingu stoðþjónustu í málefnum geðfatlaðra á Suðurnesjum. Samningurinn er í samræmi við fjárhagsáætlun 2008, lagður fram og staðfestur.

6. Bréf dags. 14/1 ´08 frá menntamálaráðuneytinu varðandi greiðslu á framlagi til menningarmála fyrir árið 2007. Lagt fram.

7. Bréf dags. 10/1 ´08 frá Reykjanesbæ þar sem fram kemur að Garðar K. Vilhjálmsson hefur verið tilnefndur fulltrúi í menningarráð.

8. Bréf dags. 13/12 ´07 frá Grindavíkurbæ, varðandi kostnaðarskiptingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.  Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa öll ákveðið að vera ekki aðilar að nýjum samningi um  skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu.

9. Bréf dags. 17/1 ´08 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um samgönguáætlun, 292. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

10. Bréf dags. 17/1 ´08 frá Iðnaðarnefnd  Alþingis ásamt frumvarpi til laga um uppruna-ábyrgð á raforku,  271. mál, EES-reglur. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11. Bréf dags. 24/1 ´08 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 272. mál, veiðar í atvinnuskyni.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

12. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 24. janúar ´08. Lögð fram.

13. Samráðsfundur LN með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum vegna komandi kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands um gerð kennarasamnings. Lagt fram.

14. Bréf dags. 15/1 ´08 frá Tómasi J. Knútssyni varðandi kynningu á verkefninu Hreinn ávinningur. Ákveðið að boða Tómas á næsta fund stjórnarinnar.

15. Bréf dags. 5/2 ´08 frá Framtíðarlandinu.  Beiðni um styrk vegna málþings “Reykjanes: suðupottur tækifæra”.  Stjórnin samþykkir kr. 100.000.-.

16. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.10