fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

582. fundur SSS 18. desember 2007

Árið 2007, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn     18. desember  kl. 08.15 að Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir,  Birgir Örn Ólafsson, Óskar Gunnarsson,  Garðar Vilhjálmsson,  Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 26/11 ´07 frá HSS ásamt beiðni um  styrk vegna stefnumótunarráðstefnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða skólahjúkrunar og ungbarnaverndar á Suðurnesjum.  Ákveðið að styrkja verkefnið að upphæð kr. 60.000.- og tekið af liðnum “sérstök verkefni”.

2. Bréf dags. 4/12 ´07 frá HSS.  Lagt fram.

3. Bréf dags. 8/11 ´07 frá Landgræðslu ríkisins varðandi samstarf um landgræðslu á árinu 2008 ásamt beiðni um styrk um 1,5 milljón.   Stjórnin hefur nú þegar samþykkt styrkinn í fjárhagsáætlun S.S.S.

4. Bréf dags. 9/11 ´07 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur  varðandi stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2008.  Erindinu hafnað þar sem sveitarfélögunum á Suðurnesjum hefur verið sent erindið.

5. Bréf dags. 13/11 ´07 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um lagaákvæði um almenningssamgöngur, 23. mál, endurgreiðsla virðisaukaskatts og olíugjalds. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

6. Bréf dags. 14/11 ´07 frá Samgöngunefnd  Alþingis ásamt hjálagðri tillögu til þings- ályktunar um heilsársveg yfir Kjöl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

7. Bréf dags. 14/11 ´07 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Háskóla á Ísafirði, 30. mál, heildarlög.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

8. Bréf dags. 15/11 ´07 frá Menntamálanefnd Alþingis ásamt  frumvarpi til laga um breytingu á lagaákvæðum um húsafriðun, 33. mál, aldursákvæði og hverfisvernd. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

9. Bréf dags. 19/11 ´07 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda o.fl., 131. mál, breyting ýmissa laga.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

10. Bréf dags. 22/11´07 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um olíugjald og kílómetragjald, 4. mál, endurgreiðsla gjalds.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

11. Bréf dags.22/11 ´07 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt  frumvarpi til laga um kjararáð, 237. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

12. Bréf dags. 27/11 ´07 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til raforkulaga, 43. mál, aðgengilegir orkusölusamningar. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

13. Bréf dags. 27/11 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um tekjutap hafnarsjóða. Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

14. Húsnæðismál S.S.S. og H.E.S.  Málið rætt.

15. Þróun á Keflavíkurflugvelli.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill í ljósi umræðna um uppbyggingu á fyrrum varnarsvæði, leggja áherslu á eftirfarandi:
Náðst hefur á stuttum tíma og með afar góðum árangri að breyta fyrrum varnarstöð í lifandi þjónustu-og vísindasamfélag.  Umbreytingin hefur nú þegar haft jákvæð samfélagsleg áhrif á sveitarfélögin á Suðurnesjum og í henni felast tækifæri til enn fleiri verkefna og fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar.  Allt frá upphafi þessa starfs var áhersla lögð á að tekið yrði tillit til uppbyggingarmarkmiða sveitarfélaga á Suðrnesjum og stöðu þeirra ekki ógnað.  Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri neikvæðu umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um uppbyggingu svæðisins.  Stjórnin telur mikilvægt að vallarsvæðið verði uppspretta nýrra hugmynda og atvinnutækifæra og fái að njóta jákvæðrar kynningar og hvatningar í samfélaginu.

16. Fundur með stjórnendum F.S. í Fjölbrautaskólanum vegna húsnæðismála. Stjórn S.S.S. fór í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fundaði  með stjórnendum F.S.  Ákveðið að fá stjórnendur Keilis á fund stjórnar S.S.S.

17.    Sameiginleg mál. 
Bréf dags. 11/12 og 13/12 ´07 frá Finnboga Björnssyni framkv.stjóra D.S .varðandi starfsmat á Hlévangi og Garðvangi.  Framkvæmdastjóra heimilað að taka lán til að mæta kostnaði vegna starfsmatsins sem dreift verður nokkur ár eða þar til kostnaður hefur náðst frá ríkinu.

Ákveðið að halda Sambandsfund í byrjun janúar með fræðslunefndum þar sem fjallað verður um framhaldskólafrumvarpið, leikskólafrumvarpið og grunnskólafrumvarpið um skólastigin öll.  Á fundinn munu koma fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30