fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

590. fundur SSS 3. október 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
3. október kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir, Garðar K. Vilhjálmsson, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson,  Petrína Baldursdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 17/9 ´08 frá Grindavíkurbæ varðandi HSS og þingmannafund. Lagt fram.

2. Bréf dags. 16/9 ´08 frá SASS, boðun ársþings samtakann 20.-21. nóv. n.k.- breytt tímasetning. Lagt fram.

3. Breytingar á almannavarnarnefndum. Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar eru með sameiginlega almannavarnarnefnd, stjórnarmenn lýstu yfir áhuga á að halda því áfram.

4. Aðalfundur SSS 2008. Rætt um dagskrá, drög að ályktunum og fl.

5. Almenningssamgöngur.   Rætt um stöðu mála.

6. Náttúruverndarnefnd Suðurnesja.  Ályktun aðalfundar SSS 2007
Eftir að hafa farið ítarlega yfir hlutverk og störf náttúruverndarnefndar sér stjórn SSS ekki ástæðu til að endurverkja náttúruverndarnefnd Suðurnesja eins og ályktað var á síðasta aðalfundi.
Á Suðurnesjum eru starfandi nefndir í öllum sveitarfélögunum sem hafa það hlutverk sem náttúruverndarnefndinni er ætlað.  Ekki er áhugi hjá sveitarstjórnum að færa verkefni þessara nefnda yfir í eina sameiginlega nefnd.  Á nokkrum stöðum á landinu eru sameiginlegar nefndir (sýslur) auk nefnda sveitarfélaganna og við eftirgrennslan virðist lítil starfsemi vera á þeirra vegum og hlutverk óljóst.

7. Erindi dags. 3/9 ´07 frá Björginni. Stjórnin tekur vel í erindið og vísar því til Fjárhagsnefndar SSS.

8. Bréf  dags.30/9 ´08 frá Jöfnunarsjóði varðandi  framlög til landshlutasamtaka. Lagt fram.

9. Þingmannafundur sem haldinn var 18. sept. s.l. v/HSS.  Formaður sagði frá fundi sem stjórnarmenn áttu með þingmönnum um málefni HSS.

10. Sameiginleg mál.
Ákveðið að stjórn SSS og bæjarstjórar á Suðurnesjum hitti nýjan lögreglustjóra á Suðurnesjum mánudaginn 13. október nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40