fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

589. fundur SSS 29. ágúst 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
29. ágúst kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir, Garðar K. Vilhjálmsson, Birgir Örn Ólafsson,  Petrína Baldursdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Óskar Gunnarsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Árshlutareikningur SSS 1.01.08 – 30.06.08. Stjórn SSS samþykkir árshlutareikning SSS.

2. Bréf dags. 18/8 ´08 frá Sandgerðisbæ. Varðar almenningssamgöngur, var kynnt á síðasta fundi. Lagt fram.

3. Bréf dags. 21/8 08 frá SASS. Boðun ársþings samtakanna 23.-24. okt. n.k.  Lagt fram.

4. Aðalfundur SSS 2008. Lögð fram drög að dagskrá og hún rædd.

5. Almenningssamgöngur (framh. frá síðasta fundi.) Rætt um sameiginlega auglýsingu um almenningssamgöngur.

6. Náttúruverndarnefnd Suðurnesja. Ályktun aðalfundar SSS 2007.  Ályktunin rædd og farið yfir málið.  Afgreiðslu frestað.

7. Bréf frá SSA.  Sameiginleg tilnefning í starfshóp um starfsemi landshlutasamtakanna og svæðisbundna samvinnu sveitarfélaga.

  Tilnefnd: Oddný Harðardóttir

8. Sameiginleg mál.
Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá fundi sem þau áttu með starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.10