fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

588. fundur 22. ágúst 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
22. ágúst kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Gunnar Már Gunnarsson, Garðar  K. Vilhjálmsson, Birgir Örn Ólafsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj. 

Nýr fulltrúi Grindavíkur Gunnar Már Gunnarsson boðinn velkominn. Hann er varamaður Petrínu Baldursdóttur.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 15/7 ´08 frá Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum þar sem óskað er að eignaraðilar heimilanna leggi til fjármagn vegna eingreiðslna til starfsmanna eins og gert  hefur verið til annara starfsmanna samrekinna fyrirtækja.  Erindið samþykkt og framkvæmdastjóra falið að fara yfir útfærslu með framkvæmdastjóra DS. DS taki lán fyrir útgjöldunum og tekið verði tillit til þess í fjárhagsáætlun 2009.

2. Bréf dags. 13/8 ´08 frá SSV þar sem boðið er til aðalfundar 18.09.2008.  Lagt fram.

3.  Bréf dags. 29/7 ´08 frá F.V. sem boðið er til Fjórðungsþings 5.-6.09.2008.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 19/6 ´08 frá Grindavíkurbæ þar sem Garðar P. Vignisson er tilnefndur í starfshóp um stefnumótun í málefnum framhaldsskóla á Suðurnesjum. Áður hafa Ólafur Jón Arnbjörnsson frá FS og Runólfur Ágústsson frá Keili verið tilnefndir. Oddný Harðardóttir og Garðar Vilhjálmsson verða í starfshópnum frá SSS.

5.  Bréf dags. 14/8 ´08 frá Grindavíkurbæ þar sem tilkynnt er að Petrína Baldursdóttir   verði aðalmaður í stjórn SSS og Gunnar Már Gunnarsson til vara.

6. Skólaakstur vegna FS 2008 -2009. Ákveðið að hann verði með sama hætti og undanfarið fram að áramótum

7. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – rekstrarvandi – staða mála. Formaður skýrði frá fundi með heilbrigðisráðherra. Ákveðið að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins.

8. Almenningssamgöngur. Ásmundur Friðriksson verkefnisstjóri hjá Reykjanesbæ kom og kynnti hugmyndir um almenningssamgöngur við Höfuðborgarsvæðið. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu fyrir næsta fund.

9.   Skýrslur um líðan ungs fólks frá Rannsóknum og Greiningu. Ákveðið að hafa  kynningarfund um málið

10. Aðalfundur SSS 2008.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að dagskrá á næsta fundi.

11. Sameiginleg mál.
Engin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20.