fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

587. fundur SSS 13. júní 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
13. júní kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Róbert Ragnarsson,  Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Guðný Ester Aðalsteinsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 16/5 ´08 frá Eyþing þar sem tilkynnt er  um aðalfund Eyþings 3. og 4. október nk. Lagt fram.

2. Bréf dags. 19/5 ´08 frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja. Kristján Pálsson, Reynir Sveinsson, Ásgeir Hjálmarsson og Helga Ingimundardóttir   fulltrúar Ferðamálasamtakanna koma á fundinn og ræddu um þá hugmynd FSS að stofna “Markaðsstofu Reykjaness” á Suðurnesjum. Stjórnin samþykkir að skipa fulltrúa Grindavíkur og Reykjanesbæjar í starfshóp með FSS um þetta málefni.

3. Bréf dags. 5/6 ´08 frá Runólfi Ágústssyni framkv.stj. Keilis þar sem Runólfur Ágústsson er tilnefndur í starfshóp um málefni framhaldsskóla á Suðurnesjum.

4.  Málefni HSS.  Stjórn SSS lýsir þungum áhyggjum af málefnum HSS og óskar eftir  fundi með heilbrigðisráðherra hið fyrsta.

5. Almenningssamgöngur. Framkvæmdastjóri fór yfir málið,   ákveðið að vinna áfram að málinu.

6. Aðalfundur SSS 2008, 30 ára afmæli SSS – stofnað 10. okt. 1978.  Ákveðið að halda aðalfund SSS 11. október.

7. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40