fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

586. fundur SSS 16. maí 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudagin 16. maí kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir,  Birgir Örn Ólafsson, Óskar Gunnarsson, Guðný Ester Aðalsteinsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Fulltrúi Grindavíkur boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 3/4 ´08. Lögð fram og samþykkt.

2. Starfsmanna – launamál (í tilefni af sérstökum aðgerðum sveitarstjórna nýverið). Framhald.   
Lagt er til að starfsfólk  skrifstofu SSS,  HES og SS á lægstu launum fái launauppbót sem hér segir:
Launaflokkar lægri en 122 samkvæmt launataxta SFS  fái 40 þús. kr. gr. 1. júní og       40 þúsund 1. september.
Launaflokkar 122 og hærri samkvæmt launataxta SFS fá 30 þús. kr. gr. 1. júní og         30  þúsund kr. 1. september.
Heildarkostnaður er 800 þúsund kr. auk launatengdra gjalda.  Samþykkt samhljóða.                                                                             

3. Sambandsfundur um stefnumótun í málefnum framhaldsskólans – framhald málsins.
Í ört vaxandi sveitarfélögum er nauðsynlegt að huga vel að þróun framhaldsskólastigsins á Suðurnesjum.  Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum leggur áherslu á að upplýsingastreymi, samráð og samvinna sé á milli þeirra aðila sem hafa hug á að bjóða upp á nám á framhadsskólastigi á svæðinu.  Mikilvægt er að nemendur njóti góðs af þróuninni og að þess verði gætt að sú uppbygging sem orðið hefur á undanförnum árum styrkist með fleiri framhaldsskólum. Til þess að stuðla að því að svo megi verða leggur stjórn SSS til að samráðsvettvangur verði búinn til  þar sem sæti eigi einn fulltrúi frá FS, einn frá Keili, einn frá Grindavíkurbæ og tveir SSS.

4. Bréf dags. 8/4 ´08 frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt fundargerðum vinnuhóps um framtíðarskipan brunavarna. Lagt fram.

5. Bréf dags. 25/4 ´08 frá Vegagerðinni varðandi umsókn um einkaleyfi til fólksflutninga með bifreiðum á Suðurnesjum og til og frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja.  Fram kemur  að Vegagerðin felst á beiðni sambandsins. 

6. Bréf dags. 26/3 ´08 frá Fjórðungssamband Vestfirðing varðandi Fjórðungsþing Vestfirðinga  5. og 6. september n.k. á Reykhólum. Lagt fram.

7. Bréf dags. 10/4 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga  um tekjuskatt, 515. mál, aðgerðir í tengslum við kjarasamninga.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 10/4 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga  um skráningu og mat fasteigna, 529. mál, starfsemi og fjármögnum Fasteignamats ríkisins.
Lagt fram.

9. Bréf dags. 10/4 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga  um ráðstafanir í efnahagsmálum, 486. mál.  Lagt fram.  

10. Bréf dags. 10/4 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga  um stimpilgjald, 548. mál, undanþágur frá gjaldi. Lagt fram.

11. Bréf dags. 14/4 ´08 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn, 524. mál, EES-reglur, breyting ýmissa laga. Lagt fram.

12. Bréf dags. 17/4 ´08 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu o.fl., 553. mál, leyfisveitingarvald til Orkustofnunar. Lagt fram.

13. Bréf dags. 17/4 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um undirbúning að þjónustumiðstöð við olíuleit á Drekasvæði, 329. mál. Lagt fram.

14. Bréf dags. 23/4 ´08 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Fiskræktarsjóð, 554. mál, hlutverk og staða sjóðsins.  Lagt fram.

15. Bréf dags. 23/4 ´08 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um flutning stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu, 531. mál, breyting ýmissa laga. Lagt fram.

16. Bréf dags. 23/4 ´08 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um fiskeldi, 530. mál, heildarlög.  Lagt fram.

17. Bréf dags. 29/4 ´08 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um viðauka við fjögurra ára samgönguáætlun 2007-2010, 519. mál, flýting framkvæmda.
Lagt fram.

18.  Sameiginleg. mál.
Rætt um verklok á Ósabotnavegi og línulagnir á Reykjanesi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.30