fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

598. fundur SSS 30. mars 2009

Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
30. mars kl.14.30 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Garðar K. Vilhjálmsson,  Oddný Harðardóttir,  Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Petrína Baldursdóttir, Guðjón Guðmundsson  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Ársreikningur SSS 2008.  Anna B. Geirfinnsdóttir endurskoðandi koma á fundinn  kynnti ársreikning SSS fyrir 2008 og endurskoðunarskýrslu.  Stjórn SSS samþykkti ársreikninginn og undirritaði hann.

2. Bréf dags. 16/3 ´09 frá sveitarfélaginu Garði, varðandi endurbyggingu og stækkun Garðvangs.  Stjórn SSS leggur til við eignaraðila að skipa 4 manna nefnd  til að skoða málið.

3. Bréf dags. 6/3 ´09 frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd  Alþingis ásamt frumvarpi til laga um rannsóknarnefnd til að gera úttekt á fiskveiðiheimildum, 21. mál.  Lagt fram.

4. Bréf dags. 12/3´09 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um hagsmuni íslands í loftslagsmálum, 370. mál. Lagt fram.

5. Reykjanes 2009 (atvinnusýning) – Berglindi Kristinsdóttur falið að skoða málið.

6. Fundur með Byggðastofnun.  Berglind Kristinsdóttir sagði frá fundinum  m.a. gerð vaxtasamnings ofl.

7. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50