fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

585. fundur SSS 28. mars 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
28. mars kl. 08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:   Oddný Harðardóttir,  Birgir Örn Ólafsson, Garðar K. Vilhjálmsson,  Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Ársreikningur S.S.S. fyrir árið 2007. Anna B. Geirfinnsdóttir endurskoðandi frá
Deloitte hf.  kom á fundinn og skýrði ársreikning S.S.S fyrir árið 2007. Umræða fór fram um uppsetningu ársreiknings,  stefnt er að breyta  framsetningu ársreikningsins svo hann sýni betur umfang starfseminnar.  Ársreikningurinn S.S.S. fyrir árið 2007 samþykktur samhljóða.                                                                                                                                                                                                                                                                             

2. Sambandsfundur um stefnumótun í málefnum framhaldsskóla á Suðurnesjum.  Framhald frá síðasta fundi.  Ákveðið að halda sambandsfund 28. apríl nk. Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn.

3. Starfsmanna – launamál (í tilefni af sérstökum aðgerðum sveitarstjórna nýverið). Málið rætt og frestað til næsta fundar.

4. Húsaleigusamningur fyrir skrifstofur SSS og HES.  Framkvæmdastjóri kynnti húsaleigusamninginn, stjórnin samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning.

5. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 13/3 ´08 lögð fram og samþykkt

6. Bréf dags. 19/3 ´08 frá stjórn Krabbameinsfélagi Suðurnesja þar sem leitað er eftir fjárstuðningi til að ljúka fjármögnun á krabbameinsleitartækjum. Ákveðið að styrkja verkefnið um kr. 200.000.- sem verður tekið af liðnum sérstök verkefni.

7. Bréf dags. 11/3 ´08 frá Sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga  um stjórn fiskveiða, 147. mál, brottfall laganna og ný heildarlög.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 13/3 ´08 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í, 52. mál. Lagt fram.

9. Bréf dags. 13/3 ´08 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, 435. mál, staðarval heræfinga.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 13/3 ´08 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um efni og efnablöndur, 431. mál, EES-reglur. Lagt fram.

11. Bréf dags. 13/3 ´08 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um skipulags- og byggingarlaga, 434. mál, nýting lands til heræfinga.  Lagt fram.

12. Bréf dags. 4/3 ´08 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði, 432. mál, opinbert eignarhald auðlinda, fyrirtækja-aðskilnaður. Lagt fram.

13. Bréf dags. 26/2 ´08 frá 26/2 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt eftirtöldum frumvörpum:
Skipulagslög, 374. mál, heildarlög.
  Mannvirki, 375. mál, heildarlög.
Brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl.
   Málið rætt og frestað til næsta fundar þar sem frestur er til 11. apríl.

14. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00