594. fundur SSS 5. desember 2008
Árið 2008, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
5. desember kl. 08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Garðar K. Vilhjálmsson, Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Fulltrúar Grindavíkur boðuðu forföll.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir 2009. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri SSS kynnti tillögur Fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2009 ásamt fundargerðum Fjárhagsnefndar 219. – 221. Fundargerðir Fjárhagsnefndar SSS nr. 219 til 221 samþykktar. Stjórnin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leiti og vísar tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnanna.
2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 18. nóv. ´08. Lögð fram og samþykkt.
3. Bréf dags. 3/11 ´08 frá Grindavíkurbæ þar sem áréttað er það sem fram kemur í ályktun um framhaldsskóla á Suðurnesjum á 31. aðalfundi SSS “Fundurinn styður áform um framhaldsskóla í Grindavík”. Lagt fram.
4. Bréf dags. 4/11 ´08 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um almenningssamgöngur, 44. mál, heildarlög. Lagt fram.
5. Bréf dags. 5/11 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um tekjuskatt, 41. mál, ferðakostnaður. Lagt fram.
6. Sameiginleg mál.
Rætt um samninga um almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.45.