fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

593. fundur SSS 7. nóvember 2008

Árið 2008, er fundur haldinn í  stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn
7. nóvember kl. 08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Garðar K. Vilhjálmsson, Oddný Harðardóttir,  Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson,  Petrína Baldursdóttir, Guðjón Guðmundsson  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Markaðsstofa Reykjaness (Suðurnesja).   Kristján Pálsson kom á fundinn og kynnti áætlanir um Markaðsstofu Reykjaness. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og vísar því til Fjárhagsnefndar SSS.

2.      Bréf dags. 20/10 ´08  frá Sandgerðisbæ þar sem fram kemur að bæjarráð leggur til að  sameiginleg almannavarnarnefnd verði skipuð á Suðurnesjum.  Lagt fram.

3. Bréf dags. 30/10 ´08 frá Sandgerðisbæ þar sem fram kom ábending um að þar sem vinna við samræmingu almenningssamgangna á Suðurnesjum stendur nú yfir er mikilvægt að hún nái heildstætt til allra sveitarfélaga og samgangna á svæðinu. Lagt fram.

4. Bréf dags. 23/10 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stimpilgjald, 26. mál, afnám stimpilgjalds íbúðarhúsnæðis.  Lagt fram.

5. Bréf dags. 23/10 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Efnahagsstofnun, 4. mál, heildarlög.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 23/10 ´08 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um samvinnu- og efnahagsráð Íslands, 5. mál. Lagt fram.

7. Bréf dags. 28/10 ´08 frá Allsherjarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um þjóðlendur, 25. mál, sönnunarregla.  Lagt fram.

8.     Bréf dags. 3/11 ´08 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Háskóla á Ísafirði, 46. mál. Lagt fram.

9. Tilnefning í F.S.  Frestað til næsta fundar.

10. Almenningssamgöngur.  Framkvæmdastjóri upplýsti fundarmenn um stöðu mála.

11. Fjárhagsáætlanir 2009. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri kynnti drög  að fjárhagsáætlun  SSS fyrir árið 2009.

12 Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.25.