fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

657. fundur SSS 15. maí 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. maí kl. 17.00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Inga Sigrún Atladóttir, Sigursveinn Bj.  Jónsson,  Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins undir 1. lið eru Ásmundur Friðriksson og Unnar Steinn Bjarndal, lögmaður.

Dagskrá:

1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
a. Afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24.04.2013, v. Viðbrögð við erindi frá Samkeppniseftirlitinu um kvörtun Kynnisferða ehf.
Unnar Steinn Bjarndal fór yfir stöðu mála.
b. Afrit af bréfi Samtaka atvinnulífsins og SAF til Samkeppniseftirlitsins, dags. 24.04.2013.
Lagt fram.
c. Fundargerð dags. 02.05.2013 – samningafundur við SBK ehf.
Lagt fram.
d. Tölvupóstur dags. 23.04.2013 frá Ásgeiri Eiríkssyni f.h. sveitarfélagsins Voga.
Lagt fram.
e. Drög að nýju leiðarkerfi vegna næsta útboðspakka.
Verkefnastjóri og framkvæmdastjóri kynntu drögin.  Stjórn S.S.S. hefur engar athugasemdir á þessu stigi.  Framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra falið að vinna verkefnið áfram.
f. Drög að samningi milli S.S.S. og S.B.K.
Unnar Steinn Bjarndal kynnti samningsdrögin.

Stjórn S.S.S. samþykkir að samninginn.  Verkefnastjóra falið að hafa samband við Innanráðuneytið og fastsetja undirskriftartíma.  Formanni falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd stjórnar.

Jafnfram felur stjórn S.S.S., verkefnastjóra að ræða við Vinnumálastofnun um endurnýjun á samningi sem gerður var á síðasta ári.

2. Sóknaráætlun Suðurnesja – Staða verkþátta.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkþátta skv. framlögðum gögnum.

3. Tilnefning í stjórn Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir Einar Jón Pálsson sem sinn fulltrúa í stjórn Keilis.

4. Erindi frá Sandgerðisbæ, dags. 23.04.2013, varðandi aðild að Náttúrustofu Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. lýsir yfir fullum vilja að verkefnið verði starfandi áfram og leggur til að tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2014.  Erindinu er vísað til fjárhagsnefndar S.S.S. 

5. Fundargerð Heklunnar nr. 26, dags. 05.04.2013.
Lögð fram.

6. Aðalfundargerð Markaðsstofu Reykjaness, dags. 05.04.2013.
Lögð fram.

7. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 32, dags. 04.04.2013.
Lögð fram.

8. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 33, dags. 10.04.2013.
Lögð fram.

9. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 5, dags. 08.05.2013.
Lögð fram.

10. Fundargerð Aðalfundar Reykjanes Jarðvangs, dags. 08.05.02013.
Lögð fram og rædd. Framkvæmdastjóri vakti athygli stjórnarmanna á bókun í 8.lið fundargerðarinnar.  Þar sem lagt er til að Reykjanes Jarðvangur hafi samræmingarhlutverk varðandi merkingar og aðgengi að ferðamannastöðum.  Jafnframt lagði Aðalfundur Reykjanes Jarðvangs það til að komið yrði á fót sjóði við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna v. ársins 2014, sem hægt væri að nota til framkvæmda. 

Stjórn S.S.S. leggur til við stjórn Reykjanes Jarðvangs að sent verði inn erindi til fjárhagsnefndar S.S.S.

11. Dagsetning aðalfundar S.S.S.
Stjórn S.S.S. samþykkir að halda aðalfund S.S.S., daganna 11.-12. október.  Fundurinn verður haldinn í Reykjanesbæ. 

12. Önnur mál.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.