fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

663. fundur SSS 16. september 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 16.  september, kl. 07.30  á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Ásgeir Eiríksson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Málið rætt af stjórn.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 

2. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 25.06.2013.
Samkvæmt bréfi Vegagerðarinnar á niðurstaða að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september sl. en engar upplýsingar hafa borist stjórn S.S.S.

3. Garðvangur skýrsla.
S.S.S. þakkar Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ fyrir vel unna og athyglisverða skýrslu um heilbrigðis- og öldrunarmál á Suðurnesjum sem unnin var af Haraldi L. Haraldssyni.  Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og draga enn og aftur fram hvað framlög ríkisins til opinberrar þjónustu á Suðurnesjum eru mikið lægri en tíðkast í öðrum landshlutum. Kemur þar meðal annars fram að framlög framkvæmdasjóðs aldraðra á árunum 2001-2010 voru langlægst til Suðurnesja.  Einnig kemur fram að ef fjöldi hjúkrunarrýma á hverja 1.000 íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi eru skoðuð hallar verulega á Suðurnesin.

Ljóst er að þrátt fyrir að öll hjúkrunarrými sem nú eru á svæðinu verði haldið opnum áfram eftir að Nesvellir opna þá uppfylla þau rými engan vegin áætlaða þörf hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Samt er gert ráð fyrir því að fjölda rýma muni loka á svæðinu og færast til Nesvalla. Raunveruleg fjölgun rýma við Nesvelli er því óveruleg. Slíkt er óásættanlegt enda ljóst að þörf er á öllum hjúkrunarrýmum sem nú eru opin og öllum þeim sem bætast við á Nesvöllum og meira til.

Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir fundi með félags og – tryggingamálaráðherra um málefnið og þá alvarlegu stöðu sem málefni aldraðra eru komin í á Suðurnesjum líkt og fram kemur í skýrslunni.

4. Fundargerð D.S., dags. 06.06.2013.
Lagt fram.

5. Fundargerð D.S., dags. 13.06.2013.
Lagt fram.

6. Fundargerð aðalfundar D.S. ásamt skýrslu stjórnar, dags. 13.06.2013.
Fulltrúi Grindavíkur í stjórn S.S.S. vill bóka eftirfarandi við 1. lið fundargerðarinnar að fjölga þarf dagvistarýmum einnig í Grindavík.

7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 86, dags. 24.06.2013.
Lagt fram.

8. Erindi frá MSS, dags. 10.06.2013.
Erindi sent til fjárhagsnefndar S.S.S.

9. Bréf dags. 30.05.2013, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

10. Fundargerð Reykjanes jarðvangs nr. 6, dags. 31.05.2013.
Lagt fram.

11. Fundargerð Reykjanes jarðvangs nr. 7, dags. 22.08.2013.
Lagt fram.

12. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum – undirbúningur.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga nr. 37. Verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja daganna 11.-12.október.  Framkvæmdastjóra falið að senda út fundarboð.

13. Önnur mál.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn 26.september kl. 17:00.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 9:07.