662. fundur SSS 22. ágúst 2013
Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 22. ágúst, kl.16.15 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Ásgeir Eiríksson, Ólafur Þór Ólafsson, Kristín María Birgisdóttir, Brynja Kristjánsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Árshlutauppgjör S.S.S. – 01.01.2013-30.06.2013.
Guðmundur Kjartansson endurskoðandi S.S.S. kom á fundinn og kynnti árshlutareikning S.S.S. Stjórn S.S.S. samþykkir árshlutareikninginn
2. Önnur mál.
Næsti stjórnarfundur S.S.S. verður haldinn fimmtudaginn 12.september kl. 17:00.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:44.