fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

667. fundur SSS 21. nóvember 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 17:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson , Ásgeir Eiríksson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Sóknaráætlun Suðurnesja 2013- Expectus.
a. Forgangsröðun verkefna úr vinnu sveitarstjórnarmanna á aðalfundi S.S.S, verkefni tengd sameiningu/samvinna á sviði stjórnsýslu.
Gestir fundarins undir 1. lið voru þau Ragnhildur Ágústsdóttir, Magnús Árni Magnússon og Kristinn Tryggvi Gunnarsson. Stjórn S.S.S. ræddi verkefnin og  forgangsraðaði tillögunum.

Stjórn S.S.S. felur ráðgjöfum Expectus að vinna verkefnið áfram og skila niðurstöðum fyrir næsta stjórnafund sem haldinn verður 19. desember.

2. Fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og samrekinna stofnanna 2014.
a. Fundargerð fjárhagsnefndar S.S.S. nr. 233.
b. Fundargerð fjárhagsnefndar S.S.S. nr. 234.
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS kynnti tillögur Fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2014, jafnframt voru fundargerðir Fjárhagsnefndar S.S.S. lagðar fram.

Að beiðni Fjárhagsnefndar S.S.S. var óskað eftir skýringum frá stjórn D.S. vegna m.a. hallareksturs 2013 og 2014 sem og vegna áætlaðra biðlauna en skv. tillögu D.S. að fjárhagsáætlun 2014, var gert ráð fyrir því að þau sveitarfélög er standa að D.S. leggi til rekstursins kr. 96.363.000 á árinu 2014.  

Stjórn S.S.S. samþykkir að framlag til D.S. verði óbreytt frá tillögu fjárhagsnefndar S.S.S.

Stjórnin samþykkir að tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnanna.

Fulltrúi Grindvíkur í stjórn S.S.S. leggur til að fjárhagsáætlanir D.S og B.S. verði ekki hluti af fjárhagsáætlun S.S.S. í framtíðinni þar sem ekki eiga öll sveitarfélög aðkomu að þessum verkefnum.

3. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
a. Afrit af bréfi dags. 30.08.2013 frá IRR til EFTA.
b. Afrit af bréfi dags. 06.11.2013 frá EFTA til IRR.
Bréfin lögð fram og staða almenningssamgangna rædd af stjórn.  Formanni stjórnar falið að vinna áfram að málinu. 

4. Tölvupóstur dags. 26.11.2013 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um  þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu. 107 mál. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/143/s/0110.html
Lagt fram.

5. Tölvupóstur dags. 13.11.2013 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um þingsályktun um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.  37.mál. Þingskjal er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/143/s/0037.html

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekar þá ályktum sem gerð var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var daganna 11.-12. október 2013 en þar skoraði aðalfundurinn á Alþingi og ríkisstjórnina að ganga enn ákveðnar til verks þegar kemur að framgangi þeirra verkefna sem snúa að Suðurnesjum.  Fundurinn tók undir þau sjónarmið að flytja eigi verkefni á vegum ríkisins frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar og í því sambandi var bent á að Landhelgisgæsla Íslands á hvergi betur heima en á Suðurnesjum.  Eins og fram kom í skýrslu sem þáverandi Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson lét gera, þá getur Landhelgisgæsla Íslands ekki vaxið þar sem hún er í dag,  núverandi húsnæði hennar ófullnægjandi og ekki í samræmi við öryggisstaðla.  

Stjórnin fagnar framkominni þingsályktunartillögu og hvetur Alþingi til að samþykkja þingsályktunartillöguna.  Framkvæmdastjóra falið að senda umsögn til nefndarsviðs Alþingis sem og þingmanna kjördæmisins.

6. Tölvupóstur dags. 28.10.2013 frá Oddi G. Jónssyni f.h. KPMG vegna beiðni um þátttöku í ráðstefnu.
Stjórn S.S.S. fagnar erindinu og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu með KPMG.

 

7. Tölvupóstur dags. 29.10.2013 frá Runólfi Ágústssyni, beiðni um þátttöku í samráðshóp vegna Fluglestar.
a. Ódagsett minnisblað um könnun á hagkvæmni háhraðalestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.
b. Greinargerð um hagkvæmni og raunhæfni, dags. okt. 2013.
c. Tölvupóstur dags. 12.11.2013 frá Runólfi Ágústssyni.
Stjórn S.S.S. tekur jákvætt í verkefnið og felur Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja – Heklunni að halda utan um verkefnið og tilnefnir framkvæmdastjóra í samráðshópinn.  Samþykkt að fjármagna kostnaðinn af eigin fé S.S.S. 

8. Skýrsla Keilis – Áhrif stóriðju á Suðurnesjum.
Lögð fram og málið verður aftur á dagskrá næsta stjórnarfundar.

9. Bréf dags. 04.11.2013 frá Ástrós Signýjardóttur f.h. Snorraverkefnis, beiðni um stuðning.
Stjórnin getur ekki orðið við erindinu.

10. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 34, dags. 04.11.2013.
a. Afrit af úttektar skýrslu Capacent.
Lögð fram.  Menningarráð Suðurnesja mun koma athugasemdum á framfæri við ráðuneytið.

11. Fundargerð Vaxtarsamnings Suðurnesja nr. 14, dags. 11.10.2013.
Lögð fram.

12. Fundargerð Vaxtarsamnings Suðurnesja nr. 15, dags. 28.10.2013.
Lögð fram.

13. Fundargerð Vaxtarsamnings Suðurnesja nr. 16, dags. 30.10.2013.
Lögð fram.

14. Önnur mál.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19.13.

Næsti stjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 19.desember, kl. 17:00.