fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

668. fundur SSS 19. desember 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 19. desember, kl. 17:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru:Ásgeir Eiríksson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Kynning á stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja – Halldór Jónsson framkvæmdastjóri.
Halldór fór yfir helstu tölulegar upplýsingar hjá H.S.S. og sagði frá horfum í rekstri H.S.S. á næsta ári.  Stjórn S.S.S. þakkar framkvæmdastjóra H.S.S. fyrir greinargóða kynningu. 

2. Sóknaráætlun Suðurnesja 2013- Expectus.
 Niðurstöður forgangsröðunar verkefna frá síðasta stjórnarfundi.
Lagt fram.  Samþykkt er að ákveða forgangsröðun verkefna þegar niðurstaða fjárlaga 2014 liggur fyrir.

3. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Formaður bauð Unnar Stein Bjarndal lögmann S.S.S., velkominn á fundinn.  Lagt var fram bréf dagsett 19. desember 2013 frá Vegagerðinni en þar kemur fram að Vegagerðin hefur tekið einhliða ákvörðun að fella niður einkaleyfi á áætlunarleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur.  Það er mat stjórnar S.S.S. að nauðsynlegt sé að bregðast við þessari ólögmætu ákvörðun. Framkvæmdastjóra og lögmanni er falið að svara bréfi Vegagerðarinnar sem og tilkynna SBK um ákvörðun Vegagerðarinnar.

4. Skýrsla Keilis – Áhrif stóriðju á Suðurnesjum.
Lagt fram.

5. Tölvupóstur dags. 29.11.2013 frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga v.hækkun útsvarsálagningar.
Lagt fram.

6. Tölvupóstur dags. 09.12.2013 frá Guðjóni Bragasyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga v. framlengds umsagnarfrests um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram.

7. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs nr. 8, dags. 06.12.2013.
Lagt fram.

8. Fundargerð samstarfshóps um könnun á hagkvæmni háhraðalestar, nr. 2, dags. 03.12.2013.
a. Minnisblað dags. 26.11.2013.
Lagt fram.

9. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra nr. 88, dags.28.10.2013.
Lagt fram.

10. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra nr. 89, dags. 18.11.2013.
Lagt fram.

11. Fundargerð Heklunnar nr. 30., dags. 11.10.2013.
Lagt fram.

12. Önnur mál.
Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir upplýsingum um þjónustustig vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.