Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

695. fundur S.S.S 12.október 2015

Árið 2015, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 12. október, kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:.

1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Formaður: Einar Jón Pálsson, Sveitarfélagið Garður.
Varaformaður: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Reykjanesbær.
Ritari: Guðmundur L. Pálsson, Grindavík.
Meðstjórnendur: Ólafur Þór Ólafsson, Sandgerði og Ingþór Guðmundsson, sveitarfélagið Vogar.

2. Aðalfundur SSS – Ályktanir og tillögur.
Ályktun um samgöngumál.
Ályktun um málefni aldraðra.
Ályktun um hafnarmál.

Stjórn S.S.S. leggur til að ályktanir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði sendar þingmönnum kjördæmisins og ráðherra viðkomandi málaflokka.  Framkvæmdastjóra falið að panta tíma hjá hlutaðeigandi ráðherra.

3. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum – umræður í framhaldi aðalfundar.
Stjórnin fór yfir umræðurnar og var framkvæmdastjóra falið að taka saman sameiginlegan kostnað og rekstur vegna S.S.S. og tengdra verkefna.

4. Bréf frá Sandgerðisbær f.h. Náttúrustofu Suðvesturlands dags.21.09.2015, v. þátttöku í rekstri 2016.
Erindinu vísað áfram til fjárhagsnefndar S.S.S.

5. Tölvupóstur dags. 29.09.2015 frá Tómasi Knútssyni f.h. Bláa hersins beiðni um styrk 2016.
Erindinu vísað áfram til fjárhagsnefndar S.S.S.

6. Fundargerð samráðsvettvangs stjórnar sambandsins, formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga, dags. 25.09.2015.
Lagt fram.

7. Fundargerð Heklunnar nr. 45, dags. 18.09.2015.
Lagt fram.

8. Ályktun Öldungaráðs Suðurnesja, dags. 28.09.2015.
Lagt fram.

9. Fundargerð Þekkingarsetur Suðurnesja nr. 15, dags. 30.09.2015.
Lagt fram.

10. Fundargerð 16. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Lagt fram.

11. Önnur mál
Næsti stjórnarfundur S.S.S. verður miðvikudaginn 21. október, kl. 8:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.