696. fundur S.S.S 21.október 2015
Árið 2015, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 21. október, kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Birgir Örn Ólafsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:.
1. Samantekt á tekjum og gjöldum verkefna S.S.S 2014.
Lagt fram. Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnum til upplýsinga.
2. Fjárhagsáætlun S.S.S. vegna 2016.
Lögð fram og samþykkt. Stjórn S.S.S. leggur áherslu á að fjárhagsáætlun almenningssamgangna verði endurskoðuð á miðju ári þegar niðurstaða dómsmáls liggur fyrir.
3. Niðurstöður hópastarfs v. málefna aldraðra frá aðalfundi S.S.S.
Lagt fram. Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarfélögum á Suðurnesjum, D.S., Þjónustuhóps aldraðra, HSS og Öldungaráði Suðurnesja eintak af niðurstöðunum úr hópastarfinu.
Stjórn S.S.S. mun fjalla frekar um málið á næsta fundi sínum.
4. Erindi frá Ernu M. Sveinbjarnardóttur f.h. Norræna félagsins.
Stjórn S.S.S. tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
5. Önnur mál.
Formaður lagði fram bréf frá Öldungaráði Suðurnesja. Lagt er til að fulltrúum Öldungaráðs Suðurnesja verði boðið á næsta fund stjórnar.
Stjórn S.S.S. samþykkir að senda Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar erindi og óska eftir stoppistöð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Næsti fundur stjórnar S.S.S. verður þriðjudaginn 10. nóvember, kl. 8:00.