707. fundur S.S.S. 5.október 2016
Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 5.október 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:.
1. Mögulegar breytingar á gjaldskrá Strætó á landsbyggðinni – Minnisblað frá Strætó b.s. Formaður stjórnar gerði grein fyrir umræðum um breytingu á gjaldskrá almenningssamgangna sem fram fór á fundi landshlutasamtakanna.
Stjórn S.S.S. samþykkir valmöguleika nr. 3, að því gefnu að appið verði tilbúið þegar að breytingin gengur í gegn. Gert er ráð fyrir því að það verði tilbúið um áramótin 2016-2107.
2. Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2016.
Stjórnin ræddi dagskránna og var hún sett upp í samræmi við umræður á fundinum.
3. Önnur mál.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn miðvikudaginn 12.október, kl. 8:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.9:20.