708. fundur S.S.S. 12.október 2016
Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 12.október 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
1. Erindi dags. 22.09.2016 frá Grétari Jónssyni f.h. Fjáreigendafélags Grindavíkur, v. beiðni um styrkt til kaupa á áburði/fræjum.
Stjórn S.S.S. vísar erindinu til Fjárhagsnefndar S.S.S.
2. Tölvupóstur dags. 30.09.2016 frá Sigurgesti Guðlaugssyni f.h. Kadeco, vegna uppsögn á starfs- og leigusamningi Grænásbrautar 506.
Samkvæmt tölvupóstinum segir Þróunarfélag Keflavíkur (Kadceo), S.S.S. upp starfs- og leigusamningi á Grænásbraut 506 frá og með 30.nóvember 2016 þar sem frumkvöðlasetið Eldey er staðsett.
3. Fundargerð Heklunnar nr. 51. Dags. 09.09.2016.
Lögð fram.
4. Önnur mál.
Tölvupóstur frá Haraldi Jónassyni , f.h. Keilis, dags. 10.10.2016. Fundarboð á hluthafafundur Keilis.
Boðað er til hluthafafundar í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, þriðjudaginn 18.október 2016, kl.12. Fulltrúi S.S.S. á fundinum er Einar Jón Pálsson. Jafnframt samþykkir stjórn S.S.S. að falla frá forkaupsrétti sínum.
Erindi frá Sandgerðisbæ, dags. 7.10.2016, v. beiðni um styrk til Náttúrustofu Suðvesturlands.
Lögð er fram beiðni um fjárstyrk til Náttúrustofunnar að fjárhæð kr. 2.8 m.kr. vegna ársins 2017. Stjórn S.S.S. vísar erindinu til Fjárhagsnefndar S.S.S.
Undirbúningur vegna ályktanna.
Stjórn S.S.S. lagði lokahönd á vinnu við gerð ályktananna og var framkvæmdastjóra falið að senda þær með tölvupósti til sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.9:25.