710. stjórnarfundur SSS 14.desember 2016
Árið 2016, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 14. desember 2016 kl. 08:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Erindi frá Keili, dags. 01.11.2016. Beiðni um tilnefningu í Fagráð Fablab.
Stjórn S.S.S. tilnefnir framkvæmdastjóra í fagráð.
a. Tillaga að verkefnum í Hakkit, dags. 02.11.2016.
b. Eignarlisti í Hakkit.
2. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 30, dags.10.10.2016.
Lagt fram.
3. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 31, dags. 21.10.2016.
Lagt fram.
4. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 32, dags. 25.11.2016.
Lagt fram.
5. Fundargerð Heklunnar nr. 52., dags. 21.10.2016.
Lagt fram.
6. Fundargerð haustþings Sveitarstjórnarþings Evrópuráðs 19.-21. okt. 2016.
Lagt fram.
7. Niðurstöður úr vinnulotu um framtíð ferðaþjónustunnar, unnið 14.okt.2016.
Lagt fram. Stjórn S.S.S. leggur til að niðurstöðurnar fundarins verði notaðar sem innlegg í innviðagreiningu fyrir Suðurnes.
8. Fundargerð haustfundar landshlutasamtakanna, dags.21.sept.2016.
Lagt fram.
9. Minnisblað frá Strætó b.s. – samantekt vegna þjónustugjalds landshlutasamtakanna til Strætó b.s., dags. 27.10.2016.
Lagt fram.
10. Farþegafjöldi almenningsvagna á Suðurnesjum. Tölur janúar – október.
Farþegum í kerfinu á Suðurnesjum hefur fjölgað um 12,32% á þessu tímabili milli áranna 2015 og 2016.
11. Ósk um tilnefningu í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja (aðalfulltrúi).
Stjórn S.S.S. tilnefnir Andra Þór Ólafsson sem fulltrúa í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
12. Ósk um tilnefningu í stjórn Minjaráðs.
Stjórn S.S.S. tilnefnir Reynir Sveinsson sem fulltrúa í stjórn Minjaráðs Suðurnesja.
13. Önnur mál.
Fjárlagafrumvarp 2017.
Stjórn S.S.S. leggur sérstaka áherslu á að Alþingi styðji áfram við rekstur almenningssamgangna á grundvelli samninga sem Vegagerðin gerði við landshlutasamtök sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins árið 2012.
Á fjárlögum 2016 var veitt sérstakt 75 m.kr. framlag í þessu skyni og þyrfti það helst að hækka til að bæta landshlutasamtökum hallarekstur sem m.a. stafar af því að Alþingi hefur ekki sett lög sem veita næga vernd gegn brotum á einkarétti til almenningssamgangna. Tekjutap landshlutasamtaka af þeim sökum nemur tugum milljóna á ári.
Framkvæmastjóra falið að senda fjárlaganefnd bókun stjórnar.
Stjórn S.S.S. leggur til að þóknun stjórnar S.S.S. og undirnefnda S.S.S. á árinu 2016 verði reiknuð út frá þingfarakaupi eins og það var 1. júní 2016.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að ítreka erindi til stjórnar ISAVIA sem sent var í maí 2016.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að endurnýja samning við Keili um fargjöld fyrir nemendur í frumgreinadeild Keilis. Samningur verður lagður fyrir stjórn S.S.S. til samþykktar.
Framkvæmdastjóri sagði frá samningi milli Ferðamálastofu og Markaðsstofu Reykjaness um stuðning um svæðisbundna þróun 2017.
Næsti fundur stjórnar verður miðvikudaginn 18. janúar kl. 16:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.9:45.