719. stjórnarfundur SSS 13. september 2017
Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikdaginn 13. september, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru:Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2018. Gestur fundarins Magnús Guðjónsson, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
a) Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri HES sagði frá helstu verkefnum og vinnu við fjárhagsáætlun HES. Framkvæmdastjóri HES ræddi nauðsyn þess að bæta við starfsmanni svo hægt sé að sinna lóðareftirliti og hreinsunarmálefnum í sveitarfélögunum.
b) Stjórn S.S.S. ræddi fjárhagsáætlun S.S.S. og er framkvæmdastjóra falið að uppfæra áætlun í samræmi við umræður.
2. Aðalfundur SSS 2017 – vinna við dagskrá og gerð ályktanna.
Framkvæmdastjóra falið að senda út fundarboð ásamt dagskrá fundarins.
3. Fundargerð Reykjanes Jarðvangs nr. 37, dags. 25.08.2017.
Lagt fram.
4. Fundarboð á aðalfund Reykjanes Geopark ses., dags. 01.09.2017.
Lagt fram.
5. Fundargerð Heklunnar nr. 58., dags. 25.08.2017.
Í 9.lið fundargerð Heklunnar kemur fram að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé yfir meðaltali á landsvísu. Stjórn S.S.S. beinir því til stjórnar Heklunnar að óska eftir nánari upplýsingum.
6. Önnur mál.
Skýrsla um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins sem var unnin að beiðni samgöngu og sveitarstjórnarráðherra er nýkomin út. Í framhaldi hefur ráðherra skipað starfshóp til að vinna frekar að málinu. Stjórn SSS telur mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi og harmar því að enginn Suðurnesja maður hafi verði tilnefndur í vinnuhópinn sem á að fjalla um flugvelli á Suðvesturhorninu.
Ekki fleira tekið fyrir.
Næsti reglulegi fundur stjórnar verður 11. október kl. 8:00
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.