Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
FUNDARBOÐ
AÐALFUNDUR SAMBANDS SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn dagana 29. og 30. september 2017 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæ. Allir kjörnir bæjarstjórnarmenn á sambandssvæðinu eiga rétt til fundarsetu á aðalfundinum. Ennfremur bæjarstjórar með málfrelsi og tillögurétti.
Hjálögð er dagskrá fundarins.
Suðurnesjum, 13. september 2017.
f.h. stjórnar S.S.S.
Berglind Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri.