fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

721. stjórnarfundur SSS 8. nóvember 2017

Árið 2017, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikdaginn 8. nóvember, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Kolbrún Jóna Pétursdóttir,  Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Bréf dagsett 17.10.2017 frá Friðfinni Skaptasyni f.h. vinnuhóps um Flugsamgöngur innanlands.
Stjórn S.S.S. bendir á staðreynd sem er að finna í inngangi að 5.kafla tillagna um endurskoðun á rekstri flugvalla sem gefin var út í skýrslu þann 16.06.2017 af Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu en þar segir m.a. „að ekki verði Keflavíkurflugvöllur skoðaður sem hluti af þessu verkefni enda snúi það eingöngu að innanlandsflugi“.

Stjórn S.S.S. telur mikilvægt að reynsla nærsamfélags alþjóðaflugvallar sé nýtt í allri vinnu í tengslum við framtíð flugsamgangna á Íslandi og að Keflavíkurflugvöllur sé hluti af þessu almenningssamgöngukerfi.

Framkvæmdastjóra falið að senda tilheyrandi gögn til vinnuhópsins um flugsamgöngur. 

2. Almenningssamgöngur – Minnisblað frá LOGOS.
Stjórn S.S.S. telur uppsögn SBK ehf. nú ABK ehf. á leiðum 55 og 89 ólögmæta og felur framkvæmdastjóra að leita réttar S.S.S. gagnvart fyrirtækinu, fyrir dómstólum ef með þarf. 

Framkvæmdastjóra jafnframt falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

3. Fjárframlög til Suðurnesja 2018.
Stjórn S.S.S. þakkar Reykjanesbæ fyrir að fá óháðan aðila til gera úttek á stöðu fjárveitinga ríkisins til verkefna á Suðurnesjum í samhengi við þann uppgang sem verið hefur á svæðinu. 

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur tekið saman sambærilegar upplýsingar úr Fjárlögum frá árinu 2010.  Framlög ríkisins til verkefna á

Suðurnesjum eru almennt lægri en til sambærilegra verkefna í öðrum landshlutum og er það óásættanlegt.

Mikilvægt er að fá skýringar og leiðréttingu á þessu af hálfu ríkisins.  Stjórn S.S.S. telur því mikilvægt að fundað verði með nýjum forsætisráðherra um leið og ný ríkisstjórn verður stofnuð.

4. Tölvupóstur dags. 17.10.2017 frá Eyjólfi Eysteinssyni f.h. Öldunaráðs Suðurnesja.

Stjórn S.S.S. samþykkir að boða formann Öldungaráðs og formann Þjónustuhóps aldraðra á næsta reglubundna fund stjórnar. 

5. Öldungaráð Suðurnesja – Tillögur frá aðalfundi Ö.S., dags. 23.09.2017.
Lagt fram.

6. Tölvupóstur frá Björgvini Narfa Ásgeirssyni vegna Skógarbrautar 945.
Stjórn S.S.S. þakkar erindið.  Stjórn S.S.S. hefur ekki hug á því að taka upp samninginn að sinni.

7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 110, dags 16.10.2017.
Lagt fram.

8. Erindi frá Þjónustuhópi aldraðra dags. 25.10.2017.

Formaður þjónustuhóps aldraðra boðaður á fund stjórnar S.S.S. sbr. 4.lið fundargerðar.

9. Bréf dags. 4.10.2017 frá Reykjanesbæ – afrit af bókun bæjarstjórnar.
Lagt fram.

10. Fundargerð Reykjanes Unesco Geopark nr. 39, dags. 20.10.2017.
Lagt fram.

11. Fundargerð Heklunnar nr. 60, dags. 20.10.2017.
Lagt fram.

12. Önnur mál.
Ekki fleira gert.

Næsti reglulegi fundur stjórnar verður 13. desember kl. 8:00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.