fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

10. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

10. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 6. nóvember 2017, kl. 16:00.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.

Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson, Kristinn Benediktsson, Guðlaugur Sigurjónsson, Kjartan Már Kjartansson, Georg Friðriksson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Jón Emil Halldórsson, Fannar Jónasson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Eftirfarandi boðuðu forföll Guðmundur Björnsson og Sigrún Árnadóttir.
Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1. Undirritun fundargerðar nr. 9, dags. 21.06.2017.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Bréf frá Guðmundi Björnssyni, f.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar, dags. 28.09.2017. Vegna aðalskipulags Keflavíkurflugvallar.

Fulltrúi forstjóra Isavia fylgi erindinu úr hlaði. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja leggur til að Svæðisskipulag Suðurnesja verði endurskoðað í samræmi við samþykktir svæðisskipulagsins. Formanni falið að vinna málið áfram.

3. Bréf frá Jóni B. Einarssyni, f.h. Sveitarfélagsins Garðs, dags. 29.08.2017. Vegna vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Lagt fram.

4. Bréf frá Sveini Valdimarssyni, f.h. Keflavíkurflugvallar, dags.04.09.2017. Vegna nýs deiliskipulags á Keflavíkurflugvelli – Austursvæði – Háaleitishlað.

Lagt fram.

5. Tölvupóstur dags. 30.10.2017 frá Kjartani Má Kjartanssyni, f.h. Reykjanesbæjar. Fólksfjölgun á Suðurnesjum.

Fulltrúar Reykjanesbæjar kynntu erindið fyrir nefndinni. Ljóst er að sveitarfélögin á Suðurnesjum standa frami fyrir mikilli áskorun vegna örar íbúaþróunar. Fram kemur í Masterplani Isavia að starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli muni fjölga um 400 mannsá ári næstu 10 árin. Um er að ræða stórt skipulagsmál sem snertir öll sveitarfélögin á svæðinu.

Í ljósi umræðu á fundinum var ákveðið að sveitarfélögin tækju saman  eftirfarandi upplýsingar fyrir næsta fundar Svæðisskipulagsnefndarinnar:
1. Hversu margar lóðir eru tilbúnar til úthlutunar í dag.
2. Lóðir undir hvernig íbúðarhúsnæði eru lausar, þ.e.a.s. einbýli, raðhús eða fjölbýlishús?
3. Hvernig er sýn sveitarfélaganna á þróun íbúðabyggðar?

6. Bréf frá Landsneti dag. 19.10.2017.  Beiðni um tilnefningu í verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja tilnefnir Magnús Stefánsson og Sigrúnu Árnadóttur í verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2.

7. Önnur mál.

Nefndin ræddi um afhendingaröryggi á raforku á Suðurnesjum í ljósi þess rafmagnsleysis sem varð á Suðurnesjum í kjölfar óveðurs er geisaði á landinu s.l. helgi. 
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja ítrekar bókun sem gerð var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016 en þar var skorað á ráðherra að beita sér fyrir öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum. 
Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst. Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar núverandi kerfi uppbyggingu á svæðinu.  Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskagans við meginflutningskerfi Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi.  Það er ekki ásættanlegt m.a. með tilliti til þess að eini alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. 
Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem og getur valdið tjóni hjá notendum.  Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst

Fundi slitið kl. 17:45.