737. stjórnarfundur SSS 12. nóvember 2018
Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 12. nóvember, kl. 17:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins voru Unnar Steinn Bjarndal lögmaður, Friðjón Einarsson og Ólafur Þór Ólafsson.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum – Unnar Steinn Bjarndal hrl.
Lögmaður S.S.S. fór yfir stöðu mála og upplýsti fundarmenn um stöðu málsins sem og fundi sem fram hafa farið með Vegagerðinni og Ríkislögmanni.
Stjórn S.S.S. óskar eftir því að Vegamálastjóri komi á fund stjórnar sem fyrst í ljósi alvarleika málsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu í takt við umræður fundarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:07.