Drög að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur samþykkt að kynna drög að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 27. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Drögin verða aðgengileg á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (www.sss.is/svaedisskipulag), allra sveitarfélaganna og aðila sem eiga aðild að nefndinni. Jafnframt verða drögin aðgengileg á skrifstofu sambandsins.
Breytingar á skipulagi snúa að:
o Breyttri afmörkun á vatnsverndarsvæði í Reykjanesbæ
o Uppfærðu flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar
o Uppfærðu vatnsverndarkorti fyrir Suðurnesin
Ábendingar og athugasemdir við drögin skal senda til skrifstofu SSS, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær, eða á netfangið sss@sss.is. Þær þurfa að berast fyrir 5. desember 2018.
Formaður svæðisskipulagsnefndar verður á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 13. nóvember milli kl. 15-17, til að svara fyrirspurnum um breytingartillöguna.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
Ólafur Þór Ólafsson, formaður