fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

16. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

16. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 25. október 2018, kl. 16:00. Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Steinþór Einarsson, Gunnar K. Ottósson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Guðmundur Pálsson, og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Áshildur Linnet, Kjartan Már Kjartansson, Ásgeir Eiríksson, Guðlaugur Sigurjónsson, Magnús Stefánsson, Guðmundur Björnsson og Fannar Jónasson boðuðu forföll.

Ólafur Þór Ólafsson formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:
1. Undirritun fundargerðar nr. 15 dags. 13.09.2018.
Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.

2. Breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Stefán Gunnar Thors frá VSÓ mætir á fundinn undir þessum lið.

Stefán Gunnars Thors kynnti tillögur að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Snúa þær að breytingum á vatnsverndarsvæðum og á flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykkir að auglýsa og kynna vinnslutillöguna. Lagt er til að gefinn sé umsagnarfrestur til 1.desember 2018. Formanni nefndarinnar og ritara falið að vinna áfram að málinu.

3. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 17.09.2018 vegna lýsingu á breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.

Lagt fram.

4. Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Mál frá síðasta fundi nefndarinnar.

Frá staðfestingu Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga telur Svæðisskipulagsnefndin mikilvægt að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins. Þessar breytingar eru m.a.:
• Mikil fjölgun hefur orðið á íbúum á Suðurnesjum, sem hefur m.a. áhrif á þróun byggðarkjarna, aldursdreifingu og búsetuþróun.

• Mikil uppbygging ferðaþjónustu hefur áhrif á landnýtingu, sem mikilvægt er að líta til. Samhliða því hafa sveitarfélögin unnið saman að Reykjanesi jarðvangi. Með uppbyggingu ferðaþjónustu og breytingar á hlutdeild atvinnugreina á svæðinu er rétt að endurmeta stefnu sveitarfélaga um umfang og eðli sameiginlegra atvinnusvæða

• Umsvif Keflavíkurflugvallar, sem hefur vaxið geysilega á undanförnum árum og hefur margvísleg áhrif á efnahagslega og samfélagslega þróun svæðisins.

• Undirbúningur er hafinn að afmörkun framtíðarvatnsbóls Suðurnesja, sem er mikilvægt að komi fram í svæðisskipulagi Suðurnesja.

• Landsskipulagsstefna 2015-2026 hefur tekið gildi, sem mikilvægt er að lít til við framtíðarstefnu Suðurnesja.

• Sameining Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.

Svæðisskipulagsnefndin leggur því til í samræmi við 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 3.9.1 gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 að hafinn verði undirbúningur að endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja.

5. Tilnefning í samráðshóp vegna nýs vatnsbóls á veitu svæði HS Orku. Tölvupóstur dags. 01.10.2018 frá HS Orku.

HS Orka tilnefnir Ásbjörn Blöndal sem aðalmann og Kristínu Völu Matthíasdóttur til vara í samráðshópinn. Svæðisskipulagsnefndin leggur áherslu á að sviðstjórar skipulagssviða hlutaðeigandi sveitarfélag taki þátt í fundum samráðshópsins.

6. Tilnefning í verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu.

Svæðisskipulag Suðurnesja tilnefnir Magnús Stefánsson sem aðalmann og Berglind Kristinsdóttir til vara í verkefnaráð Landsnets vegna Suðurnesjalínu.

7. Önnur mál.

Sveinn Valdimarsson kynnti tillögu að skipulagsreglum Keflavíkurflugvallar, m.a. með tilliti til hindrunarsvæða vegna hæðartakmarka og notkunar á lasergeislum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú þegar sent tillögurnar til sveitarfélaga á Suðurnesjum til umsagnar.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:20.