736. stjórnarfundur SSS 22. október 2018
Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 22. október, kl. 16:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum – Unnar Steinn Bjarndal hrl.
Lögmaður S.S.S. sagði frá sameiginlegum fundi fulltrúa Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Ríkislögmanns, Vegagerðarinnar og S.S.S. sem haldinn var í síðustu viku vegna niðurstöðu dómkvaddra matsmanna vegna málaferla S.S.S. og Vegagerðarinnar.
2. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55.