fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

739. stjórnarfundur SSS 19. desember 2018

Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 19. desember, kl. 15:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Kynning frá Maskínu um heilsu og líðan eldri borgara á Suðurnesjum.

Birgir Rafn Baldursson Maskínu kynnti niðurstöður úr rannsókn og líðan eldri borgara á Suðurnesjum fyrir stjórn S.S.S. en verkefnið var eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja 2018. Stjórn S.S.S. þakkar góða kynningu. Framkvæmdastjóra falið að áframsenda síðuna með stjórnborðinu auk lykilorðs til félagsþjónustu sveitarfélaganna.

2. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

a) Bréf frá stjórn S.S.S. sent til Vegagerðarinnar dags. 03.12.2018.

Allt frá því í október s.l. hefur verið fundað reglulega með forstjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar, starfsmanni ríkislögmanns auk stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem reynt hefur verið að leita leiða til þess að tryggja rekstur almenningssamgangna 2019, gera upp uppsafnaðan halla fyrri ára og leysa fyrrnefnt dómsmál.

Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var þann 20. nóvember 2018, lagði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fram tillögu að lausn. Að loknum þeim fundi var tilfinning fundarmanna sú, að fram væri kominn grundvöllur að sameiginlegri lausn.

Sameiginlegur fundur S.S.S., Vegagerðarinnar og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem haldinn var þann 30.nóvember leiddi hins vegar í ljós að ráðuneytið hefur engan áhuga á því að koma að lausn málsins eins og lagt var til þann 20. nóvember. Aðeins væri áhugi á því að tryggja rekstur næsta árs og að leitað yrði leiða til að greiða upp uppsafnaðan halla á árinu 2019. Þó aðeins gegn því að S.S.S. myndi afturkalla dómsmálið.

Lýsir stjórn S.S.S. yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ráðuneytisins. Mikill vilji er hjá stjórn S.S.S. til að leysa málið án aðkomu dómsvaldsins en telur hún að þetta tilboð sé á allan hátt óásættanlegt
Ljóst er ef þetta er endanlegt tilboð ríkisvaldsins að Vegagerðin mun taka við rekstri allra leiða sem tilteknar voru í samningi S.S.S. og Vegargerðarinnar um næstu áramót. Stjórn S.S.S. hefur nú þegar haft samband við lögmann sinn og falið honum að upplýsa dómara um að samningstilraunir milli aðila hafi ekki tekist. Einnig hefur verið óskað eftir því að allri málsmeðferð verði flýtt.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum krefst þess fyrir hönd íbúa sinna á svæðinu að almenningssamgöngur á næstu árum verði ekki verri en hefur verið frá því að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tók við verkefninu frá ríkinu með samningi sem gerður var skv. lögum 73/2001. Mun S.S.S. gæta hagsmuna sinna íbúa þó svo að verkefnið sé komið til Vegagerðarinnar.

b) Samningur um framsal á þjónustusamningi.

S.S.S. hefur nú sagt upp samningum við Vegagerðina og hyggst ekki annast skipulagningu almenningssamgangna á árinu 2019. Vegagerðin mun því taka við því verkefni á árinu 2019.

Vegagerðin tekur við öllum réttindum og skyldum SSS samkvæmt hinum framseldu samningum og ber SSS engar skyldur skv. fyrrgreindu frá gildistöku framlengingar.

Stjórn S.S.S. samþykkir að framselja alla samninga um almenningssamgöngur sem gerðir voru við akstursaðila á leiðun 55, 88 og 89 á grundvelli útboða.

3. Bréf dags. 29.11.2018 frá Minjastofnun Íslands, v. tilnefning fulltrúa í minjaráð.

Stjórn S.S.S. tilnefnir Daníel Einarsson verkefnastjóra Reykjanes UNESCO Geopark sem aðalmann.

4. Tölvupóstur dags. 03.12.2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, v. tilnefningu fulltrúa í átakshóp í húsnæðismálum.

Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði hafa komið sér saman um að forsætisráðherra skipi átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Hópurinn skal hafa samráð við aðra starfshópa um húsnæðismál. Átakshópurinn sal kynna heildstæðra lausn á viðfangsefnum sínum fyrir stjórnvöldum og heildarsamtökum á vinnumarkaði eigi síðar en 20. janúar 2019. Íbúðalánasjóður vinnur með hópum ásamt öðrum sérfræðingum.

Framkvæmdastjóri S.S.S. Berglind Kristinsdóttir hefur verið skipaður fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í átakshópinn. Hópurinn fundar a.m.k. tvisvar í viku fram til 20. janúar 2019.

5. Fundargerð hagsmunaaðila um bættar samgöngur, dags. 22.11.2018.

Lögð fram.

6. Byggðaáætlun – Náttúruvernd og efling byggða, drög 25.10.2018.

Stjórn S.S.S. leggur til að Reykjanes UNESCO Geopark verði hluti af verkefninu náttúruvernd og efling byggða.

7. Fundargerð Heklunnar nr. 68, dags. 30.11.2018.

Lögð fram.

8. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.