fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

17. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

17. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 13. desember 2018, kl. 16:00. Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.
Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar K. Ottósson, Marta Sigurðardóttir, Guðmundur Pálsson, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, Jón Ben Einarsson, Guðmundur Björnsson, Ásgeir Eiríksson, Ingþór Guðmundsson, Georg E. Friðriksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Áshildur Linnet og Magnús Stefánsson boðuðu forföll.

Ólafur Þór Ólafsson formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:
1.Undirritun fundargerðar nr. 16, dags. 25.10.2018.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn. Var hún samþykkt samhljóða.

2.Breytingar á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Stefán Gunnar Thors frá VSÓ mætir á fundinn undir þessum lið.

a. Tölvupóstur frá Sigurði Valtýssyni f.h. Sveitarfélagsins Voga, dags. 07.11.2018.
b. Erindi frá Ernu Hreinsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, dags. 03.12.2018.
c. Erindi frá Birnu Björk Árnadóttur f.h. Skipulagsstofnunnar, dags. 15.11.2018.
d. Erindi frá Árna Snorrasyni f.h. Veðurstofu Íslands, dags. 04.12.2018.
e. Erindi frá Lárusi Elíassyni f.h. Samgöngustofu, dags. 10.12.2018.
f. Erindi frá Þór Hjaltalín f.h. Minjastofnun Íslands, dags. 07.12.2018.

Stefán Gunnar Thors fór yfir innsend erindi og viðbrögð við þeim. Auk þess var kynnt erindi sem barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Erindið snýr m.a. að verndun vatnsverndarsvæða á Suðurnesjum. Heilbrigðiseftirlitið leggur áherslu að hugað sér að vatnsvernd á framtíðarvatnsbólum á Suðurnesjum. Svæðisskipulag Suðurnesja samþykkir framkomin viðbrögð við innsendum athugasemdum.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykktir að þessar breytingar fari í kynningu. Ritara falið að senda tillöguna út til aðila Svæðisskipulags Suðurnesja.

3.Tölvupóstur dags. 27.11.2018 frá Landsneti vegna vinnu við undirbúnings að mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028.
Lagt fram.

4. Tilnefning í samráðshóp vegna nýs vatnsbóls á veitusvæði HS Veitna. Tölvupóstur dags. 29.10.2018 frá HS Veitu.
HS veitur tilnefna Svan Árnason fyrir sína hönd í hópinn. Ritara falið að boða samráðshópinn saman til fundar á nýju ári.

5. Önnur mál.
Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:40.