743. stjórnarfundur SSS 17. apríl 2019
Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 17. apríl, kl. 15:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
- Undirritun ársreiknings Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.
Guðni Gunnarsson endurskoðandi frá Íslenskum endurskoðendum kom á fundinn og fór yfir ársreikning Sambandsins ásamt endurskoðunarskýrslu. Afgangur ársins nam 2,3 milljónum króna og eigið fé í lok ársins var 756 þúsund krónur.
Ársreikningur Sambandsins vegna ársins 2018 samþykktur samhljóða.
- Tölvupóstur dags. 8 apríl frá Önnu Sigurðardóttur f.h. Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands. Kjör í fulltrúaráð E.B.Í.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir Einar Jón Pálsson sem aðalmann og Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur til vara í fulltrúaráð E.B.Í.
- Samstarfssamningur Byggðastofnunar og S.S.S. vegna gerð þjónustukorts.
Stjórn Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum samþykkir samstarfssamninginn og felur framkvæmdastjóra að
undirrita samninginn fyrir hönd S.S.S.
- Önnur mál.
Stjórn S.S.S. tilnefnir Einar Jón Pálsson sem fulltrúa í stjórn Keilis og veitir honum umboð til að fara með atkvæði stjórnar á aðalfundi Keilis.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.