fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

744. stjórnarfundur SSS 22. maí 2019

Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 22. maí, kl. 15:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Samningur um viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. a)Tilnefning í byggingarnefnd. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram til næsta fundar, jafnframt óska eftir tilnefningu frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í byggingarnefnd.

2. Aðalfundarboð Fisktækniskóla Íslands. a)Tilnefning í stjórn Fisktækniskóla Íslands. Stjórn S.S.S. tilnefnir Guðjón Guðmundsson sem aðalfulltrúa í stjórn Fisktækniskóla Íslands og Berglindi Kristinsdóttur sem varafulltrúa.

3. Bréf frá Fjármála- og Efnahagsráðuneytinu dags. 3. maí 2019 vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög. Lagt fram.

4. Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um tillögu um fjármálaáætlun 2020-2024, 750. mál. Framkvæmdastjóri S.S.S. sagði frá fundi með Fjárlaganefnd Alþings þar sem hann fylgdi eftir umsögn um Fjármálaáætlun 2020-2024.

5. Mat á framkvæmd Sóknaráætlun landshluta 2015-2019– skýrsla unnin fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Lagt fram.

6. Önnur mál. Bókun stjórnar S.S.S. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, þingskjal nr. 1236 – mál 776.

Fyrir Alþingi Íslands liggur fyrir frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, er snúa að stjórn veiða á makríl.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vekur athygli á því að veiðar og vinnsla á l makríl skipta miklu máli fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum. Gera má ráð fyrir því að um og yfir 200 manns hafi atvinnuvinnu á svæðinu á hverju veiðitímabili.

Veiðar og vinnsla á makríl skiptir því bæjarfélögin á Suðurnesjum miklu máli,  ekki síst nú í ljósi atvinnuleysis á Suðurnesjum. Eftir gjaldþrot Wow Air hefur atvinnuleysi aukist og er nú 6,6% á Suðurnesjum meðan að landsmeðaltal er rúmlega 3,5%.

Stjórn S.S.S. leggur því mikla áherslu á að breytingar á frumvarpinu í meðferð Alþingis verði ekki til þess að enn fleiri einstaklingar á Suðurnesjum missi atvinnu sína.

            Næsti fundur stjórnar verður þann 24.júní kl. 8:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.