fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

745. stjórnarfundur SSS 24. júní 2019

Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 24. júní, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Tölvupóstur dags. 11.júní frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna boðunar á aukalandsþings. Á 871.fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga var samþykkt að boða til auka landsþings til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 6. september 2019.

2. Afrit af minnisblaði frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 07.06.2019 vegna starfa án staðsetningar. Lagt fram til kynningar.

3. Drög að viljayfirlýsingu um samstarf vegna Heilsueflandi samfélags á Suðurnesjum. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir að undirrita viljayfirlýsingu um samstarf um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum ásamt sveitarfélögunum á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Embætti landlæknis. Framkvæmdastjóra falið að undirrita viljalýsingu fyrir hönd S.S.S.

4. Drög að samningi um Sóknaráætlun 2020-2024. a)Skapalón/rammi fyrir sóknaráætlanir landshluta 2015, til upprifjunar. Stjórn S.S.S. hefur engar athugasemdir að sinni við samningsdrögin.

5. Drög að persónuverndarstefnu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum .Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir persónuverndarstefnuna.

6. Drög að vinnsluskrá Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna umsókna til Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir vinnsluskránna með áorðum breytingum.

7. Fundargerð Heklunnar nr. 72. dags. 24.05.2019. Lagt fram til kynningar.

8. Bréf dags. 23.05.2019 frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna Byggðaáætlunar 2018-2024. C14 Samstarf safna – ábyrgðarsöfn. Framkvæmdastjóra er falið að senda sveitarfélögum á Suðurnesjum erindið og óska eftir afstöðu þeirra. Óskað er eftir því að sveitarfélögin skili inn afstöðu fyrir 25. júlí.

9. Drög að minnisblaði til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 27.05.2019 v. tillögu í framkvæmd aðgerðar C16- Vaxtarsvæði. Stjórn S.S.S. lýsir yfir ánægju með að verkefnið sé komið af stað.

10. Önnur mál. Formaður stjórnar S.S.S. sagði frá fundi framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtakanna sem haldinn var að Laugarbakka í byrjun mánaðarins. Á fundinum var m.a. rædd almenningssamgöngur og sorpmál.

Einar Jón Pálsson sagði frá fyrsta fundi byggingarnefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Næsti fundur stjórnar verður þann 14. ágúst kl. 8:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55.