fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

752. stjórnarfundur SSS 15. janúar 2020

Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. janúar, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Staðan á vinnumarkaði á Suðurnesjum – Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum kom á fund stjórnar og fór yfir stöðu vinnuleitenda á Suðurnesjum. Í lok nóvember mánaðar var atvinnuleysi á Suðurnesjum 8,4% á meðan landsmeðaltal var 4,1%. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ var hæst eða 8,48%. Aukningin var 1% á milli október og nóvember, 1.293 voru á skrá í lok nóvember auk þess hafa bæst við 237 umsóknir inn í kerfið milli desember – janúar. Gera má ráð fyrir því þegar búið er vinna þær umsóknir, að atvinnuleysið sé komið í 9%. Atvinnuleysistölurnar eru að nálgast þær tölur sem voru við upphaf bankahrunsins. Starfsmenn VMST á Suðurnesjum eru sex í dag en gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir einum starfsmanni til viðbótar næstu daganna.

2. Sóknaráætlun Suðurnesja. a) Samningur um Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024. Stjórn S.S.S. staðfestir samninginn sem undirritaður var að formanni þann 12. nóvember 2019 b) Sóknaráætlun Suðurnesja – umsagnir á samráðsgátt stjórnvalda. Sóknaráætlun Suðurnesja var til umsagnar inn á samráðsgátt stjórnvalda til 7. janúar s.l. Alls bárust þrjár umsagnir inn í samráðsgáttina. c) Undirbúningur áhersluverkefna. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að undirbúa áhersluverkefni í samræmi við Sóknaráætlun Suðurnesja.

3. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Lokaskýrsla vegna fjarnáms fyrir hjúkrunarfræðinga, dags. 03.01.2020. Lagt fram.

4. Húsnæðismál S.S.S. Frestað.

5. Önnur mál. Framkvæmdastjóri sagði frá helstu verkefnum sem eru framundan í janúarmánuði en hann mun m.a. hafa kynningu á hlutverki og störfum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á stjórnendadegi fyrir Grindavíkurbæ n.k. föstudag. Starfshópur um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum mun halda sinn þriðja fund hjá S.S.S. mánudaginn 20. janúar. Menningar – og atvinnuráð Reykjanesbæjar kemur í heimsókn þann 22. janúar og mun fá kynningu á verkefnum Heklunnar, Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45.