fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

753. stjórnarfundur SSS 19. febrúar 2020

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Boðun á XXXV. Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga. Bréf dags. 20.01.2020. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélag verður haldið fimmtudaginn 26. mars. Þingið verður haldið í Grand hóteli í Reykjavík. Landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi ásamt dagskrá og fer skráning fram á vef sambandsins þegar nær dregur landsþingi.

2. Fundargerð Heklunnar nr. 76., dags. 07.02.2020. Stjórn S.S.S. tekur undir með stjórn Markaðsstofu Reykjaness um mikilvægi þess að framtíðarfjármögnun MR verði tryggð eins fljótt og auðið er þar sem samningur við Ferðamálastofu rennur út um áramótin 2020-2021.

Jafnframt tekur stjórn S.S.S. undir með stjórn MR og Heklunnar um að nauðsynlegt sé að samræma í eitt skjal atvinnustefnur aðildarsveitarfélaga S.S.S., með það að markmiði að gera eina heildstæða atvinnustefnu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum þar sem styrkleikar og áherslur allra aðildasveitarfélaga ná fram að ganga. Þetta gæti verið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram.

3. Fundargerð byggingarnefndar F.S. nr. 6, dags. 23.01.2020. Formaður S.S.S. fylgdi fundargerðinni eftir.

4. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 30.01.2020 v. umsagnar um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis https://www.althingi.is/altext/150/s0064.html Lagt fram.

5. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 30.01.2020 v. umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 67.mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis http://www.althingi.is/altext/150/s/0067.html Lagt fram.

6. Undirbúningur Vetrarfundar S.S.S. Stjórn S.S.S. ræddi drög að dagskrá Vetrarfundar. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður stjórnar.

7. Önnur mál. Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi heimsóknar utanríkisráðherra til Suðurnesja í samstarfi við Íslandsstofu. Ráðherra verður með opinn fund á Suðurnesjum þann 10. mars á Radisson Park Inn um útflutningsstefnu ríkisins. Gert er ráð fyrir því að fundurinn hefjist kl. 16:30.

Stjórn S.S.S. ræddi stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og þá staðreynd að nokkur fjöldi íbúa Suðurnesja eru skráðir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir upplýsingum frá HSS um fjölda þeirra íbúa á Suðurnesjum sem skráðir eru á aðrar heilsugæslustöðvar en á Suðurnesjum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvaða áhrif þetta hefur á fjárframlög til HSS á árinu 2021 þegar nýtt greiðslukerfi tekur gildi sem og hvaða áætlanir eru uppi til að fá íbúa á Suðurnesjum til að skrá sig á HSS.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35.