fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

755. stjórnarfundur SSS 15.apríl 2020

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. apríl, kl. 8:00 í gegnum Microsoft Teams fjarfundarbúnað.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn, þann fyrsta í sögu S.S.S. sem haldinn er í gegnum fjarfundarbúnað.

Dagskrá:

  • Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019. Guðni Gunnarsson endurskoðandi frá Íslenskum endurskoðendum kynnti ársreikning Sambandsins ásamt endurskoðunarskýrslu. Afgangur ársins nam 20,2 milljónum króna og eigið fé í lok ársins var 20,9 milljóna króna. Rekstrarafgangur ársins er að mestu leiti tilkominn vegna lækkunar á lífeyrissjóðsskuldbindingum S.S.S eða tæpar 16 mkr. Ársreikningur S.S.S. samþykktur samhljóða af stjórn.

Afrit af erindi til Mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 24.03.2020. Stjórn S.S.S. tekur undir erindið sem sent var Mennta- og menningarmálaráðherra þann 24. mars s.l. Landshlutasamtökum sveitarfélaganna barst tölvupóstur þann 8. apríl s.l. í framhaldi af erindinu en í honum kemur m.a. eftirfarandi fram. „…samþykkti Alþingi þann 30. mars sl. fjáraukalög ársins 2020. Þar er kveðið á um að ein af aðgerðum til að bregðast við afleiðingum af Covid-19 faraldrinum er að veita 200 millj. kr. aukafjárveitingu til sóknaráætlana landshluta. Í nefndaráliti frá meirihluta fjárlaganefndar segir: Markmið sóknaráætlana er að færa heimamönnum aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna og tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun. Sóknaráætlanir fjármagna úthlutun uppbyggingarsjóðanna sem styrkja annars vegar menningarstarfsemi og hins vegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Sjóðirnir eru samkeppnissjóðir sem íbúar og fyrirtæki á starfssvæðum atvinnuþróunarfélaganna geta sótt fjármagn í. Með aukinni fjárveitingu er hægt að veita meira fjármagn til verkefna á landsbyggðinni. Gerð er tillaga um 200 millj. kr. framlag til þessa. Ákveðið hefur verið að framlaginu verði skipt milli landshlutana sjö á landsbyggðinni þannig að 150 millj. kr. skiptist jafnt á milli landshluta og 50 millj. kr. skiptist á milli landshluta að teknu tilliti til hlutfalls atvinnutekna í gistingu og veitingum árið 2018 á hverju svæði fyrir sig, byggt á upplýsingum úr skýrslu Byggðastofnunar, Atvinnutekjur 2008-2018 eftir atvinnugreinum og svæðum.

150 millj.kr.                50 millj. kr.                 Samtals

Landshlutasamtökum sveitarfélaga á hverju svæði verði falið að ráðstafa fjármagninu, hvort sem það er gert í gegnum uppbyggingarsjóði þeirra eða í gegnum átaks- eða áhersluverkefni. Fjármununum skal varið í verkefni sem eru atvinnuskapandi og/eða stuðli að nýsköpun. Hver landshluti skal leggja áherslu á þær atvinnugreinar sem orðið hafa fyrir hvað mestum neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins á hverju svæði. Landshlutasamtökin skulu upplýsa ráðuneytið um það hvernig þau hyggist ráðstafa fjármununum“. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að vinna tillögu að útfærslu fjármunanna og leggja fyrir næsta fund stjórnar.

  • Bréf frá Reykjanesbæ, dags. 18.03.2020 v. húsnæðismál. Lagt fram. Stjórn S.S.S. veitir framkvæmdastjóra S.S.S. heimild til húsnæðiskaupa.
  • Tölvupóstur dags. 16.03.2020 frá nefndarsviði Alþingis vegna umsagnar um tillögu til þingsályktunar um söfnun upplýsinga um dreifingu starfa, 530. mál. https://www.althingi.is /altext/150/s/0875.html Lagt fram.
  • Þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak 2020. Samkvæmt þingsályktuninni er gert ráð fyrir 200 mkr. framlagi til HSS svo hægt sé að hefja vinnu við viðbyggingu. Einnig er gert ráð fyrir því að framlag til LHG vegna endurbóta á æfingaraðstöðu Ríkislögreglustjóra og LHG verði 60 mkr. Framlag til í lokahönnun og skipulagsvinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krísuvíkurvegi að Hvassahrauni er tryggt í fjárfestingarátakinu og fer sú vinna af stað eins hratt og hönnun og skipulag leyfir. Stjórn S.S.S. fagnar því að Alþingi hafi einnig tryggt heimild fjármálaráðherra til að auka hlutafé sitt í Isavia svo hægt sé að efla fjárfestingargetu fyrirtækisins.
  • Fjáraukalög 2020. Lagt fram.
  • Kynningarglærur dags. 3.apríl 2020 frá fundi ráðherra sveitarstjórnarmála og landshlutasamtaka. Lagt fram til upplýsinga. a) Atvinnuleysistölur

Meðfylgjandi er tafla með uppfærðum atvinnuleysistölum frá VMST.
 
Á Suðurnesjum er áætlað atvinnuleysi í apríl 22,4% eða alls 2092 störf eða 3.338 einstaklingar sé tekið tillit til þeirra sem eru í hlutastarfi.
 
Stjórn S.S.S. lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni og hvetur ríkisvaldið til að standa með sveitarfélögum í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.
  • Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55.