fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

756. stjórnarfundur SSS 20. maí 2020

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 20. maí, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

Heildarstuðningur í áhersluverkefnin eru kr. 64.000.000,- Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sótti um tvö stöðugildi til VMST vegna starfa fyrir skólafólk en fékk eitt stöðugildi samþykkt.

Stjórn S.S.S. samþykktir að veita stuðning í fyrrnefnd verkefni og veitir framkvæmdastjóra heimild til að ráða inn sumarstarfsmann skv. Samningi við Vinnumálastofnun.

Lagt fram.

Lagt fram.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar fram komnu frumvarpi um rekstur fráveitna og tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar sem fram kemur m.a. að mikilvægt er að allt umsóknarferli sé gegnsætt og fyrirsjáanlegt eins og kostur og að styrkloforð geti náð til þriggja ára í senn svo sveitarfélög geti skipulagt umfangsmeiri framkvæmdir í þeirri vissu um að styrkur ríkisins verði í samræmi við áætlanir. Tímasetning frumvarpsins er mikilvæg þar sem aðstæður í atvinnumálunum kalla á að ríki og sveitarfélög fari í framkvæmdir.

Lagt fram.

42. aðalfundur Kölku verður haldinn í dag kl. 15:30 í Bíó sal DUUS húsa. Framkvæmdastjóri S.S.S. hefur tekið að sér fundarstjórn.

Aðalfundarboð Keilis.

Aðalfundur Keilis verður haldinn miðvikudaginn 27.maí 2020, kl. 14:00. Stjórn S.S.S. samþykkir að Einar Jón Pálsson verði sæki fundinn og fari með atkvæðisrétt Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Kaup á Skógarbraut 945.

Fyrir liggur samþykkt kauptilboð í fasteignina Skógarbraut 945.

Stjórn S.S.S. samþykkir tilboðið. Framkvæmdastjóra falið að sækja um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga. Að því loknu þurfa öll aðildarsveitarfélög S.S.S. að samþykkja lánveitinguna og veita einfalda ábyrgð gagnvart láninu.

Suðurnes – stöðumat og aðgerðaráætlun um eflingu þjónustu ríkisins.

Framkvæmdastjóri fór sagði frá vinnu hópsins sem skipaður var eftir að Alþingi samþykkti þingsályktun um úttekt á stöðu Suðurnesja. Hópnum var einnig falið að vinna úttekt samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Við vinnu hópsins bættist einnig vinna við tillögur vegna afleiðinga COVID á atvinnulíf á Suðurnesjum.

Starfshópurinn er skipaður eftirtöldum fulltrúum:

•   Sigtryggur Magnason, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, formaður

•   Anna Katrín Einarsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

•   Berglind Kristinsdóttir, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

•   Fannar Jónasson, Grindavíkurbæ

•   Ingþór Guðmundsson, Sveitarfélaginu Vogum

•   Kjartan Már Kjartansson, Reykjanesbæ

•   Magnús Stefánsson, Suðurnesjabæ

•   Pétur Berg Matthíasson, forsætisráðuneyti

•   Helga Haraldsdóttir, heilbrigðisráðuneyti

•   Steinunn Sigvaldadóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti

•   Þórarinn V. Sólmundarson, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Hópurinn skilaði af sér skýrslunni og tillögum að aðgerðum s.l. mánudag en þær voru lagðar fyrir ríkisstjórn í gær. Um er að ræða aðgerðapakka upp á 250mkr.

Fundur með Lánasjóði sveitarfélaga.

Framkvæmdastjóri sagði frá fundi með Lánasjóði sveitarfélaga en á fundinum var farið yfir úrræði sem væru í boði hjá Lánasjóðnum. Bæjarstjórar og fjármálastjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum voru á fundinum sem haldinn var í gegnum Zoom fjarfundarkerfið.

Minnisblað Byggðastofnunar vegna COVID.
Stjórn S.S.S. ræddi sviðsmyndirnar sem fram komu í minnisblaði Byggðastofnunar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.