fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

770. stjórnarfundur SSS 18. ágúst 2021

Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 18. ágúst, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Laufey Erlendsdóttir, Ingþór Guðmundsson, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Fýsileikaskýrsla – Grænn iðngarður á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. lýsir yfir ánægju með skýrsluna um græna iðngarða á Suðurnesjum. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að næstu skrefum sem lögð eru fram í skýrslunni.

2. Erindi frá Þekkingarsetri Suðurnesja og GeoCamp Iceland.

Stjórn S.S.S. getur því miður ekki orðið við erindinu með því að leggja fram fjármuni til að greiða fyrir stöðu menntafulltrúa.

Stjórn S.S.S. leggur til að leitað verði annarra leiða til að fjármagna stöðu menntafulltrúa, t.d. innan Menntanetsins.

3. Byggðaáætlun – A.10.  Almenningssamgöngur um land allt.

Óskað er eftir umsóknum í Byggðaáætlun, verkefni A.10 en það snýr að almenningssamgöngum um allt land. Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, sérstaklega út frá byggðarlegum sjónarmiðum. Til ráðstöfunar er allt að 30 m.kr. og getur styrkupphæð numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefni.

Styrkhæf verkefni geta verið tengd:

  • Þjónustu. Verkefni sem snúast um að samþætta almenningssamgöngur annarri þjónustu eða breytingum á rekstarformi, s.s. deililausnum og samflutningum.
  • Markaðsmálum. Markaðsátak sem miðar að því að bæta nýtingu á núverandi þjónustu. Getur verið í ýmsu formi og beinst að mismunandi hópum.
  • Rannsóknir og þróun. Verkefni sem miða t.d. að nýsköpun í þjónustu.

Stjórn S.S.S. hvetur sveitarfélög er sjá um rekstur almenningssamgangna á sínu svæði til að sækja um styrki í Byggðaáætlun en umsóknarfrestur rennur út fyrir miðnætti föstudaginn 10. september 2021. Framkvæmdastjóra falið að senda upplýsingar út til aðildarsveitarfélaga S.S.S.

4. Opnunarskýrsla Ríkiskaup – Niðurstaða örútboðs á endurskoðun, dags. 29.07.2021.

Samningur um endurskoðun við núverandi endurskoðanda Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum rennur út á þessu ári. Í samræmi við fundargerð nr. 767 var framkvæmdastjóra falið að bjóða út endurskoðun S.S.S. og undirstofnanna þess sem og var endurskoðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja boðin út í sama örútboði.

Tilboð voru opnuð 29.07.2021 og bárust tilboð frá:

521209-2449, Deloitte ehf.

5306122010, Enor ehf.

6101111730, Íslenskir endurskoðendur ehf.

5909750449, KPMG

Eftirfarandi tilboð bárust:

BjóðandiHeildartilboð
Deloitte ehf2.300.000,-
Enor ehf.3.600.000,-
Íslenskir endurskoðendur ehf2.805.000,-
KPMG4.800.000,-

Frávikstilboð voru ekki heimil skv. útboðsgögnum.

Stjórn S.S.S. leggur til við aðalfund S.S.S. að tilboð Deloitte verði samþykkt.

5. Fundargerð Heklunnar nr. 86, dags. 11.06.2021.

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40.