Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

781. stjórnarfundur SSS 7. september 2022

Árið 2022, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 7. september, kl. 16:00 í TEAMS fundarkerfinu.

Mætt eru: Laufey Erlendsdóttir, Ingþór Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

 • Aðalfundur S.S.S. 2022.
  Dagskrá fundarins lögð fram og samþykkt. Stjórn S.S.S. samþykkir að leggja fram þrjár ályktanir.
  a) Ályktun um heilbrigðismál.
  b) Ályktun um menntamál.
  c) Ályktun um uppbyggingu ferðamannastaða. Framkvæmdastjóra falið að senda út dagskrá til kjörinna fulltrúa, bæjarstjóra og annarra boðsgesta.
 • Fjárhagsáætlun S.S.S. vegna ársins 2023.
  Fjárhagsáætlun S.S.S. gerir ráð fyrir hækkun á framlögum til S.S.S. vegna endurnýjunar á þaki á Skógarbraut 945, auk þess sem gert er ráð fyrir að húsið verði merkt betur og umhverfi lagfært. Aðrir liðir hækka óverulega. Stjórn S.S.S. samþykkir fjárhagsáætlunina 2023 fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að boða til fundar með fjárhagsnefnd og nýrri stjórn S.S.S.
 • Tölvupóstur dags. 23.08.2022, v. starfshóps um tillögur til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
  Lagt fram. Framkvæmdastjóri S.S.S. áframsendi erindið til allra aðildasveitarfélaga S.S.S. og óskaði eftir sjónarmiðum þeirra vegna fyrrnefnds erindis.
 • Erindi dags. 16.08.2022, stafræn smiðja á Suðurnesjum.
  Stjórn S.S.S. tekur vel í að stofnaður verði vinnuhópur hagsmunaaðila og fulltrúa sveitarfélaga til þess að skoða mögulegar útfærslur og rekstrargrundvöll. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir tilnefningum frá sveitarfélögunum.
 • Fjölbrautaskóli Suðurnesja, leiðarljós og áherslu skólanefndar FS, ásamt aðgerðaráætlun til ársins 2028.
  Lagt fram.
 • Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja 2023.
  Stjórn S.S.S. ræddi tillögu að áhersluverkefni er snýr að uppsetningu verslunar í Sveitarfélaginu Vogum en engin matvöruverslun er rekin í sveitarfélaginu. Stjórn S.S.S. tekur vel í erindið og leggur til að það verði hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlun Suðurnesja á næstu tveimur árum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.