fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

782. stjórnarfundur SSS 12. október 2022

Árið 2022, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 12. október, kl. 12:30 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Friðjón Einarsson, Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Sverrir Auðunsson forfallaðist.

Friðjón Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Stjórnin skiptir með sér verkum

Formaður:               Friðjón Einarsson, Reykjanesbær

Varaformaður:        Sverrir Auðunsson, Grindavíkurbær

Ritari:                       Anton K. Guðmundsson, Suðurnesjabær

Meðstjórnandi:       Björn G. Sæbjörnsson, Sveitarfélagið Vogar

2. Ályktanir aðalfundar 2022. Framkvæmdastjóra falið að senda ályktanirnar til Innviðaráðherra, Umhverfis-, orku og loftlagsráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og forsætisráðherra sem og að fá fund með viðkomandi ráðherrum til að fylgja málinu eftir. Jafnframt verða ályktanirnar sendar þingmönnum kjördæmisins.

3. Erindi dags. 20.09.2022 frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, beiðni um fjárhagslegan stuðning vegna háskólanáms í fjarnámi. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum synjar erindinu og bendir á að í samningi milli MSS og mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að MSS skuli vera með fjarnáms- og kennsluaðstöðu á Suðurnesjum vegna framhaldsfræðslu og þjónustu við nemendur á framhaldsskóla- og háskólastigi eftir því sem þörf er á og fjárhagur leyfir. S.S.S. hefur ekki tök á því að styðja við slík erindi að þessu sinni.

Verði breytingar á samningum milli fyrrnefndra aðila mun S.S.S. endurskoða afstöðu sína.

4. Tilnefningar í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja 2022-2026. Stjórn S.S.S. tilnefnir eftirfarandi í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja 2022-2026.

Aðalmenn:

Guðný Kristjánsdóttir, Torfi Már Hreinsson, Guðmundur Grétar Karlsson, Birgitta Ramsey Káradóttir, Annas Jón Sigmundsson, Elísabet Ásta Eyþórsdóttir, Úrsúla María Guðjónsdóttir og Baldur Matthías Þóroddsson.

Til vara:

Eva Stefánsdóttir, Guðmundur R. Júlíusson, Hávarður Gunnarsson, Sunna Jónína Sigurðardóttir, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Sigursveinn Bjarni Jónsson og Jónína Magnúsdóttir.

5. Fjárhagsáætlun S.S.S. Stjórn S.S.S. samþykkir að uppfæra áður samþykkta tillögu að fjárhagsáætlun 2023 og hækkar framlag til Náttúrustofu Suðvesturlands um 500 þúsund í samræmi við umræður stjórnar en lækkar framlög til annarra verkefna um 500 þúsund. Stjórn felur framkvæmdstjóra að senda fjárhagsáætlunin til aðildarsveitarfélaga S.S.S.

6. Tilnefning í stafrænt ráð sveitarfélaga (endurtilnefning). Stjórn S.S.S. tilnefnir Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem fulltrúa S.S.S. í starfrænu ráði sveitarfélaga.

7. Tilnefning í stjórn Náttúrustofu Suðvesturlands. Frestað til næsta fundar.  

8. Drög að viðaukasamningi við Sóknaráætlun Suðurnesja – Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið. Stjórn S.S.S. fagnar framkomnum drögum að viðauka samningi við Sóknaráætlun Suðurnesja og leggur til að sameiginlegt kolefnisbókhald sveitarfélaganna og Isavia verði hluti af þessum samningi, jafnframt að skoðað verði hvort hægt sé að ráða inn tímabundinn starfsmann til aðstoða aðildarsveitarfélög S.S.S. við gerð umsókna í LIFE sjóðinn sem hluti af þessum samningi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30.