31. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
31. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 5. október 2022, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar Kristinn Ottósson, Guðmundur Björnsson, Magnús Stefánsson, Hera Sól Harðardóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Gunnar Axel Axelsson, Jón Ben Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Einar Jón Pálsson, Davíð Viðarsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Ritari Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Stjórnin skiptir með sér verkum.
Tilnefningar í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja 2022-2026.
Guðmundur Björnsson – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar (aðalfulltrúi)
Steinþór Einarsson – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar (varafulltrúi)
Lilja Ósk Sigmarsdóttir- Grindavíkurbær (aðalfulltrúi)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir – Grindavíkurbær (aðalfulltrúi)
Ásrún Helga Kristinsdóttir – Grindavíkurbær (varafulltrúi)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir – Grindavíkurbær (varafulltrúi)
Andri Rúnar Sigurðsson – Sveitarfélagið Vogar (aðalfulltrúi)
Davíð Viðarsson – Sveitarfélagið Vogar (aðalfulltrúi)
Gunnar Axel Axelsson – Sveitarfélagið Vogar (varafulltrúi)
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir – Sveitarfélagið Vogar (varafulltrúi)
Einar Jón Pálsson – Suðurnesjabær (aðalfulltrúi)
Jón Ben Einarsson – Suðurnesjabær (aðalfulltrúi)
Gísli Jónatan Pálsson – Suðurnesjabær (varafulltrúi)
Laufey Erlendsdóttir – Suðurnesjabær (varafulltrúi)
Gunnar Kristinn Ottósson – Reykjanesbær (aðalfulltrúi)
Eysteinn Eyjólfsson – Reykjanesbær (aðalfulltrúi)
Guðlaugur H. Sigurjónsson – Reykjanesbær (varafulltrúi)
Róbert J. Guðmundsson – Reykjanesbær (varafulltrúi)
Jón B. Guðnason – Landhelgisgæsla Íslands (aðalfulltrúi)
Hera Sól Harðardóttir – Landhelgisgæsla Íslands (varafulltrúi)
Sveinn Valdimarsson situr fundi nefndarinnar sem staðgengill forstjóra Isavia.
Lagt var til að Eysteinn Eyjólfsson yrði formaður en Einar Jón Pálsson varaformaður.
Samþykkt samhljóða af öllum fundarmönnum.
Nýkjörinn formaður tekur við stjórn fundarins.
2. Varavatnsból á Suðurnesjum. Gestir frá HS Orku, Ásbjörn Blöndal og Axel Viðarsson.
Fulltrúar HS Orku fóru yfir núverandi stöðu vatnsbóla á Reykjanesskaganum. Í erindi þeirra kom einnig fram að þeir hafi skoðað aðrar staðsetningar. Samkvæmt líkani Vatnaskila eru líkleg tengsl milli vatnsbóla í Lágum og við Litla Skógfell. Líklegt er að hægt sé að ná í vatn við Keili (Höskuldarvelli) og hefur það minni tengsl við vatnsbólið í Lágum en kallar á mun stærri fjárfestingu.
Mikilvægt er að vinna þetta verkefni áfram til að auka öryggi vegna áhættu á mengunun eða óvænts atburðar sem gætu spillt gæðum eða afköstum á núverðandi vatnsbóli. Auk þess þarf að finna nýtt vatnsból til að mæta aukinni þörf á næstu árum og áratugum, með hliðsjón af íbúaþróun og atvinnulífs.
Verkefni að þessu tagi gæti tekið allt frá 2 árum upp í 4 ár. Nefndin ræddi einnig hvort tilvonandi vatnsból Sveitarfélagsins Voga gæti sinnt hlutverki varavatnsbóls fyrir skagann.
Nefndin samþykkir að HS Orka leiði verkefnið en Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja tilnefnir einn aðila frá hverju sveitarfélagi.
• Gunnar Kristinn Ottósson (Reykjanesbær)
• Jón Ben Einarsson (Suðurnesjabær)
• Davíð Viðarsson (Sveitarfélagið Vogar)
• Sveinn Valdimarsson (Isavia og LHG)
Tilnefning fulltrúa Grindavíkur verður færð til bókar á næsta fundi.
3. Bréf dags. 12.04.2022, breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur, v. umsagnir og viðbrögð
sveitarfélagsins Grindavíkur.
Lagt fram.
4. Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja, Stefán G. Thors
Stefán G. Thors fór yfir það sem búið er að gera í vinnu við endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja. Jafnframt fór hann yfir viðfangsefni Svæðisskipulagsins og lagði áherslu á að ekki hefði verið ákveðið að endurskoða öll viðfangsefnin heldur aðeins þau sem þörf var á. Lagt er til að fá kynningu frá Kadeco og Isavia á verkefnum þeirra.
Svæðisskipulagsnefndin fór að hluta til yfir málaflokkinn veitur og samgöngur á fundinum.
Lagt er til að næsti fundur verði fimmtudaginn 3. nóvember kl. 16:00.
5. Önnur mál.
Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:40. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.