792. fundur stjórnar S.S.S
Árið 2023, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 30. ágúst, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Friðjón Einarsson, Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Friðjón Einarsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2023.
Stjórn S.S.S. vann drög að dagskrá en aðalfundur S.S.S. verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, laugardaginn 14.október. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að dagskrá fundarins fram að næsta fundi stjórnar. - Fjárhagsáætlun S.S.S. 2023 – undirbúningur.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræður stjórnar og leggja fram á næsta stjórnarfundi. Unnið er að tillögum að skipulagsbreytingum á starfsemi S.S.S. og verða þær kynntar á aðalfundi S.S.S. Fjárhagsáætlun mun því taka mið af þeim, m.a. vegna breytinga á starfsmannahaldi. - Tölvupóstur dags. 21.08.2023 frá Innviðaráðuneytinu vegna máls. nr. 151/2023, drög að reglugerð um íbúakosningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. - Afrit af umsókn um styrk vegna svæðisbundins samráðs gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum og til stofnunar á Velferðarmiðstöð Suðurnesja.
Lagt fram til kynningar. - Önnur mál.
Áfangastaðaáætlun Reykjanes lögð fram. Stjórn S.S.S. samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35.
Friðjón Einarsson Björn G. Sæbjörnsson Anton K. Guðmundsson
Sverrir Auðunsson Berglind Kristinsdóttir