793. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Árið 2023, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 13. september, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Friðjón Einarsson, Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Friðjón Einarsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Kynning frá KPMG – breytingar á stjórnskipulagi S.S.S.
Bryndís Gunnlaugsdóttir og Róbert Ragnarsson kynntu tillögurnar fyrir stjórn S.S.S. Stjórn S.S.S. sammála um að leggja þær fyrir aðalfundinn til samþykktar. - Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2023.
a) Kynning frá Aton.JL. Sigurður Guðmundsson kynnti samantekt sem Aton.JL hefur unnið fyrir S.S.S. Kynningin verður kynnt fundarmönnum á aðalfundi S.S.S. í október. - Fjárhagsáætlun S.S.S. 2023 – undirbúningur.
Frestað til næsta fundar. - Tölvupóstur dags. 30.08.2023 frá Suðurnesjabæ, bókanir bæjarráðs Suðurnesjabæjar dags. 12.07.2023 og 30.08.2023. Málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Frestað til næsta fundar. - Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.
Friðjón Einarsson Björn G. Sæbjörnsson Anton K. Guðmundsson
Sverrir Auðunsson Berglind Kristinsdóttir