fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fundarsköp SSS

1. grein. 

Rétt til setu á aðalfundi eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Enn fremur eiga bæjar- og sveitarstjórar rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti sem og framkvæmdastjóri S.S.S. 

Heimilt er að veita gestum málfrelsi á aðalfundum. 

2. grein. 

Aðalfundur skal að jafnaði haldinn í októbermánuði ár hvert nema á kosningaári, þá eigi síðar en 15. september. Til fundar skal boða með dagskrá með minnst einnar viku fyrirvara. Sambands-stjórn undirbýr dagskrá aðalfundar. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. 

3. grein. 

Formaður sambandsins eða annar í umboði hans setur aðalfundinn. Hann skal gangast fyrir kjöri fundastjóra og varafundastjóra, tveggja ritara og jafn marga til vara úr hópi fulltrúa. Í gerðabók skal geta, hvar og hvenær fundur sé haldinn, hverjir séu starfsmenn fundarins, mál sem fjallað er um á fundinum og afgreiðslu þeirra og hverjir taki til máls. Fundagerðin skal undirrituð af fundastjóra og riturum. Heimilt er að ráða sérstakan starfsmann til skrifarastarfa. 

4. grein. 

Kjósa má nefndir til að fjalla um málefni fundarins. Á fyrsta fundi hverrar nefndar skal hún kjósa sér formann. Hann stýrir starfi nefndarinnar. Nefnd skal skila áliti til fundarins um hvert mál, sem til hennar er vísað. Um leið og nefnd lýkur afgreiðslu máls kýs hún úr hópi nefndarmanna framsögumann. 

5. grein. 

Í upphafi fundar skal leggja fram skrá yfir rétt kjörna fulltrúa aðalfundar, framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og S.S.S. ásamt gestum fundarins. Tilnefningar sveitarstjórna um fulltrúa í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skulu liggja fyrir á aðalfundi. Stjórn S.S.S. leggur fram tillögu um kjör til launanefndar og skoðunarmanna reikninga. 2 

6. grein. 

Fundastjóri stjórnar fundi og sér um að fundastörf fari fram eftir góðri reglu. Ræðumenn skulu halda sig við það mál sem til umræðu er. Sé fulltrúi ókurteis í orðum eða æði, hefur fundastjóri leyfi til að taka af honum orðið og víta framkomu hans. 

7. grein. 

Hver fulltrúi hefur leyfi til að koma með breytingar- eða viðaukatillögur bæði við aðaltillögu og breytingartillögu. Breytingartillögur hafa forgang við atkvæðagreiðslur. Tillögur skal afhenda fundarstjóra skriflega, undirritaða af flutningsmanni áður en gengið er til atkvæða, en leyfilegt er öðrum að taka þær upp. 

8. grein. 

Fulltrúar skulu taka til máls úr ræðustól eða standandi frá sætum sínum ákveði fundarstjóri það. Fulltrúar skulu beina máli sínu til fundarstjóra eða fundarins. Fundarstjóri skal sjá um að fulltrúar taki til máls í réttri röð eftir því sem þeir hafa beðið um orðið. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við framsögumenn, formann sambandsins og framkvæmdastjóra, eða til þess að fulltrúi geti gert stutta athugasemd eða leiðréttingu. Enginn fulltrúi má í ræðu sinna lesa prentað mál, nema með leyfi fundarstjóra. 

9. grein. 

Enginn fulltrúi má taka oftar til máls en þrisvar sinnum við sömu umræðu í hverju máli, en þó skulu flutningsmenn mála, framsögumenn, formaður sambandsins og framkvæmdastjóri, hafa rétt til að taka oftar til máls. Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um gæslu fundarskapa og til þessa að bera af sér ámæli. Fundarstjóra er heimilt að takmarka ræðutíma, ef ástæða þykir til. 

10. grein. 

Þegar fundarstjóri vill taka þátt í umræðu víkur hann úr sæti en varafundarstjóri tekur við stjórnun fundarins. 3 

11. grein. 

Atkvæðagreiðsla fer þannig fram í hverju máli að fulltrúar rétta upp hönd með eða á móti. Skylt er að atkvæðagreiðslan fari fram með nafnakalli, ef hún er óljós að dómi fundarstjóra eða ef þess krafist vegna ónógrar þátttöku í atkvæðagreiðslu. 

12. grein. 

Aðalfundur er ályktunarbær er 2/3 hlutar fulltrúa eru mættir, en afl atkvæða ræður úrslitum mála og málsatriða. Þó telst afgreiðsla máls ekki ályktun fundarins nema meira en fjórðungur kjörinna fulltrúa greiði ályktuninni atkvæði. Verði atkvæði jöfn telst ályktun fallin, en um kosningar ræður hlutkesti. Ályktanir um fjármál eru þó ætíð háðar samþykki hverra sveitarstjórnar. 

13. grein. 

Máli má vísa frá umræðum með rökstuddri tillögu, sem flutt er af a.m.k. 5 fulltrúum og skal hún borin undir atkvæði án umræðu. 

14. grein. 

Fundarstjóra skal bera undir atkvæði hvort umræðu skuli hætt, ef fimm fulltrúar eða fleiri æskja þess skriflega. 

15. grein. 

Fundarsköpum þessum má breyta á aðalfundi. 

Samþykkt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík þann 30. október 1992.