806. fundur stjórnar S.S.S.
Árið 2024, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Guðmann Rúnar Lúðvíksson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum – fjárlög 2025.
a)Almenningssamgöngur uppgjör á skuld vegna hallareksturs.
Framkvæmdastjóri lagði fram afrit af erindi sem sent var til fjárlaganefndar Alþingins vegna uppgjörs á skuld vegna hallareksturs. Skuldin var samkvæmt ársreikningi 2023 upp á kr. 93.629.193,- án vaxta. Ríkisvaldið hefur gert upp halla allra landshlutasamtakanna nema S.S.S. vegna halla sem varð til vegna samnings sem gerður var vegna almenningssamgangna.
b)Atvinnu- og byggðaþróun á landsbyggðinni.
Landshlutasamtök sveitarfélaganna skiluðu af sér sameiginlegri umsögn um fjárlög 2025 en ljóst er í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er töluverður niðurskurður til málefna landshlutanna, bæði atvinnuráðgjöf og sóknaráætlana landshlutanna.
- Stöðugreining landshluta 2024. https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/stodugreining-landshluta-2024.
Framkvæmastjóri fór helstu atriði er snúa að Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið að senda þær áfram til stjórnar. - Umsóknir í Byggðaáætlun, C-1. Tölvupóstur dags 28.10.2024 frá Sigríði Þorgrímsdóttur fyrir hönd Byggðastofnunar.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í C-1 í Byggðaáætlun. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta sótt um í verkefnapott vegna verkefna.
Markmiðið er að heimafólki verði færð aukin ábyrgð á ráðstöfun fjármuna og sóknaráætlanir landshluta verði tengdar við byggðaáætlun.
Fram kemur í stuttri verkefnalýsingu að landshlutasamtök sveitarfélaga geti í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Verkefni sem talin eru hafa varanleg áhrif, eru atvinnuskapandi og hvetja til nýsköpunar verði í forgangi. Sérstök áhersla verði lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólk.
Stjórn S.S.S. hvetur aðildarsveitarfélög sín til að senda inn hugmyndir að verkefnum til S.S.S. en starfsfólk S.S.S. mun aðstoða við gerð umsókna og skila þeim inn í verkefnapottinn.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:45.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Guðmann Rúnar Lúðvíksson
Ásrún H. Kristinsdóttir Berglind Kristinsdóttir